Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

10. fundur 14. apríl 2021 kl. 14:00 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Gauti Jóhannesson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
 • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Jódís Skúladóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður
 • Frétt
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Staðfesting á stofnframlagi sveitararfélags

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur byggðaráðs Múlaþings varðandi samþykkt um veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses.

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur byggðaráðs Múlaþings varðandi veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses. Stofnframlögin skulu miðast við þær fjárhæðir er fram koma í tillögum byggðaráðs sem og þeim skilyrðum hvað greiðslur varðar er þar koma fram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi

Málsnúmer 202102195Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs um samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi hefur verið hjá Fljótsdalshéraði.

Til máls tóku: Jakob Sigurðsson, sem kynnti og lagði fram bókun, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Jakob Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Óska eftir að Múlaþing geri búfjárhaldssamþykkt í sveitarfélaginu sem hafi það markmið að samþykktin sé sett til að tryggja sem best skipulag, stjórn og eftirliti með búfjárhaldi í Múlaþingi, með ákvæðum um vörsluskyldu og ábyrgð allra búfjáreigenda.
Með búfjárhaldi samkvæmt samþykkt er átt við nautgripa-, hrossa-, sauðfjár-, geita-, svína-, kanínu-, loðdýra-, og alinfuglahald, samanber lög um búfjárhald og fl. sem öðluðust gildi 1 janúar 2014.

3.Samþykkt um fráveitur í Múlaþingi

Málsnúmer 202102250Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs um samþykkt um fráveitur í Múlaþingi. Drög að fráveitusamþykkt voru samþykkt á 160. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 24. febrúar 2021 og send sveitarstjórn Múlaþings til efnislegrar meðferðar í framhaldi af því, í samræmi við 2. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Jódís Skúladóttir,

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um lagnir

Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs að reglum um lagnir í þéttbýli Múlaþings.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs að reglum um lagnir í þéttbýli Múlaþings og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að virkja þær.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Skipulags- og matslýsing, ofanflóðavarnir undir Bjólfi við Seyðisfjörð

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Fyrir lá afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Gauti Jóhannesson, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrispurn, Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Gauti Jóhannesson, Vilhjálmur Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs um breytingar vegna ábendinga Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa úrvinnslu málsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að láta fullvinna og auglýsa tillöguna svo breytta, í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og heimilar að tillaga að deiliskipulagi fyrir sama svæði verði auglýst samhliða sbr. 2. mgr. 41. gr. sömu laga. Tillagan verði send heimastjórn Seyðisfjarðar til umsagnar á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Jafnréttisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að jafnréttisáætlun Múlaþings sem afgreidd var í byggðaráði þriðjudaginn 16. mars 2021.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem lagði fram og kynnti bókun, Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Eyþór Stefánsson, Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með byggðaráði og fagnar því vandaða verki sem unnið hefur verið af starfsfólki sveitarfélagsins og samþykkir fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun sem uppfyllir körfur laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna auk laga um stjórnsýslu jafnréttismála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun fh. Austurlistans og VG:
Fulltrúar Austurlistans og VG í sveitarstjórn Múlaþings benda á að nokkrar nefndir, ráð eða stjórnir Múlaþings standast ekki markmið jafnréttisáætlunar um kynjahlutfall þ.á.m. sveitarstjórn. Mikilvægt er að útfæra með hvaða hætti kynjahlutfall er leiðrétt og í leiðinni skapa aðstæður sem gera það letjandi að mynda meirihluta sem ekki stenst markmið áætlunarinnar.


7.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir lá vinnslutillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna efnisnámu í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að kynna fram lagða vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar á kynningartíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, sem lagði fram fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir, sbr. þær breytingar sem umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að láta fullvinna og auglýsa tillöguna, í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði send heimastjórn Seyðisfjarðar til umsagnar á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir, sbr. þær breytingar sem umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að láta fullvinna og auglýsa tillöguna, í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði send heimastjórn Borgarfjarðar til umsagnar á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Aðalskipulagsbreyting, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103148Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 ? 2028 er varðar landnotkun á Davíðsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Úlfsstaðaskógur nýtt sumarhúsahverfi

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi þar sem fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitastjórn Múlaþings staðfestir ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs um að heimila vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, í tengslum við fyrirhuguð skipulagsáform.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi smávirkjun í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202103077Vakta málsnúmer

Fyrir lá umsókn frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Loðmundarfirði til að þjónusta skála félagsins þar.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurnir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Jakob Sigurðsson, Eyþór Stefánsson, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitastjórn Múlaþings samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 í samræmi við áform umsækjanda. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við ákvæði 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna slíka tillögu og rökstuðning með henni, auglýsa hana og senda til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. framangreint ákvæði skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir einnig að sveitarfélagið skuli bera kostnað af skipulagsbreytingunni.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Sveitastjórn Múlaþings samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 í samræmi við áform umsækjanda. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við ákvæði 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna slíka tillögu og taka saman rökstuðning með henni í samræmi við það sem fram kom á fundin sveitarstjórnar, auglýsa hana og senda til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. framangreint ákvæði skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir einnig að sveitarfélagið skuli bera kostnað af skipulagsbreytingunni.

Upphafleg tillaga að viðbættri breytingatillögu borin upp og samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


13.Borgarfjarðarhöfn framkvæmdir

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar þar sem farið er fram á að sveitarstjórn Múlaþings óski eftir því við Vegagerðina að hafin verði undirbúningur framkvæmda við Bátahöfnina við Hafnarhólma, lengingu Skarfaskersgarðs og fjarlægingu Sýslumannsboða.

Til máls tóku: Jakob Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir óskir heimastjórnar Borgarfjarðar um að Vegagerðin hefji undirbúning framkvæmda við Bátahöfnina við Hafnarhólma, lengingu Skarfaskersgarðs og fjarlægingu Sýslumannsboða. Sveitarstjóra falið að koma erindinu á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Hálendishringurinn; ferðamannavegur á Austurlandi

Málsnúmer 202102173Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá byggðaráði Múlaþings um að sveitarstjórn leggi á að það áherslu við fjárveitingarvaldhafa að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmdir við Hálendishring á Austurlandi í samræmi við framkomnar hugmyndir.

Til máls tók: Gauti Jóhannesson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur á það áherslu að sem fyrst verði ráðist í hönnun, endurbætur og framkvæmdir við Hálendishring á Austurlandi í samræmi við framkomnar hugmyndir. Mikilvægt er að unnið verði að framkvæmdinni í samstarfi Vegagerðarinnar og hagsmunaaðila með það fyrir augum að styðja við fjölbreytta ferðaþjónustu á svæðinu, bæta öryggi ferðafólks, varna skemmdum á viðkvæmu náttúrufari og bæta aðgengi að áfangastöðum á leiðinni.
Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir síðustu fundi hjá heimastjórnunum og kynntu helstu mál sem þar voru til umfjöllunar og verið er að vinna að.

Einnig tóku til máls Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Björn Ingimarsson sem svöruðu fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson.

16.Byggðaráð Múlaþings - 15

Málsnúmer 2103007FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Jakob Sigurðsson, sem bar fram fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 16

Málsnúmer 2103014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 17

Málsnúmer 2103021FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Þröstur Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16

Málsnúmer 2103009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17

Málsnúmer 2103015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18

Málsnúmer 2103026FVakta málsnúmer

Til máls tók: Kristjana Sigurðardóttir, Vilhjálmur Jónsson, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 15

Málsnúmer 2103008FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 16

Málsnúmer 2103017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 17

Málsnúmer 2103024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Borgarfjarðar - 7

Málsnúmer 2103019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Borgarfjarðar - 8

Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 7

Málsnúmer 2103004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 8

Málsnúmer 2103010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6

Málsnúmer 2103018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Heimastjórn Djúpavogs - 9

Málsnúmer 2103005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Heimastjórn Djúpavogs - 10

Málsnúmer 2103023FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

32.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni síðustu vikna og kynnti stöðu þeirra fyrir kjörnum fulltrúum.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?