Fara í efni

Lóð Merki Borgarfirði eystra

Málsnúmer 202104009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá erindi frá bræðrum frá Merki í Borgarfirði eystra varðandi mögulega eignarbreytingu vegna lóðar er á sínum tíma var tekin úr landi Merkis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi málið og leggja það fyrir byggðaráð á ný er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá minnisblað frá lögfræðingi Múlaþings varðandi lóð í landi Merkis og ræktunarlóð við Álfaborg á Borgarfirði eystra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að láta ganga frá afgreiðslu málsins í samræmi við tillögur er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?