Fara í efni

Beiðni um afnot af landi á Eiðum

Málsnúmer 202104022

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lágu drög að samningi um afnot af landi í eigu sveitarfélagsins á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi samningsdrög en vísar málinu til byggðarráðs til afgreiðslu þar sem um er að ráða ráðstöfun lands í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 21.04.2021, þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við drög að samningi um afnot af landi í eigu sveitarfélagsins á Eiðum og málinu vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um afnot af landi í eigu sveitarfélagsins á Eiðum. Jafnframt felur byggðaráð sveitarstjóra að ganga frá samningi við Jón Elvar Gunnarsson, kt. 261190 - 2819, um afnot af landi á Eiðum í samræmi við ákvæði fyrirliggjandi samningsdraga.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?