Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

19. fundur 27. apríl 2021 kl. 10:00 - 12:40 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynnti samstarfsyfirlýsingar við leigufélagið Bríet sem hyggst reysa íbúðarhúsnæði bæði á Djúpavogi og Seyðisfirði.

2.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála, m.a. varðandi viðræður við húseigendur.

Byggðaráð er sammála um mikilvægi þess að halda áfram viðræðum við Síldarvinnsluna um framtíðarútfærslu á aðstöðu til atvinnuuppbyggingar í sjávarúvegi á Seyðisfirði.

3.Smiðjusel 2 (HEF)

Málsnúmer 202104146Vakta málsnúmer

Fyrir lá verðmat 200 m2 atvinnuhúsnæðis að Smiðjuseli 2 í Fellabæ sem er í eigu HEF veitna ehf. Einnig kom fram að fyrir liggur ákvörðun stjórnar HEF veitna um að selja umrætt húsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ljóst er að umrætt húsnæði mun nýtast sveitarfélaginu, m.a. sem geymsluhúsnæði, samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við HEF veitur ehf á grundvelli fyrirliggjandi verðmats. Kaupverð skal koma til lækkunar á greiðslum HEF veitna ehf vegna yfirfærslu á veitustarfsemi sveitarfélagsins til félagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir hluthafafundar, dags. 11.03.2021, stjórnarfundar, dags. 11.03.2021, aðalfundar, dags. 19.03.2021 og stjórnarfundar, dags. 21.04.2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnendar Austurlands, dags. 19.04.2021.

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur stjórnar Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 202104162Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands, dags. 14.04.2021, árskýrsla 2020 og ársreikningur 2020.

Lagt fram til kynningar.

7.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Fyrir lá 13. Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni um afnot af landi á Eiðum

Málsnúmer 202104022Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 21.04.2021, þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við drög að samningi um afnot af landi í eigu sveitarfélagsins á Eiðum og málinu vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um afnot af landi í eigu sveitarfélagsins á Eiðum. Jafnframt felur byggðaráð sveitarstjóra að ganga frá samningi við Jón Elvar Gunnarsson, kt. 261190 - 2819, um afnot af landi á Eiðum í samræmi við ákvæði fyrirliggjandi samningsdraga.

Samþykkt samhljóða.

9.Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá stjórn Björgunarbátasjóðs Austurlands varðandi endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkfé.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga samræður við fulltrúa stjórnar Björgunarbátasjóðsins auk annarra hagsmunaaðila á svæðinu og afla frekari upplýsinga varðandi umrætt erindi. Málið verði tekið fyrir að nýju er frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

10.Samráðsfundur með forsvarmönnum Alcoa

Málsnúmer 202103095Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar um að fulltrúar Alcoa Fjarðaráls höfðu ekki tök á að koma til þessa fundar með byggðaráði eins og fyrirhugað hafði verið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Samþykkt að boða fulltrúa Alcoa Fjarðaráls til fundar með byggðaráði þriðjudaginn 4. maí 2021.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindi frá frjálsíþróttadeild Hattar

Málsnúmer 202011078Vakta málsnúmer

Fyrir lágu erindi frá stjórnum og tenglaráði Knattspyrnudeildar Hattar varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Egilsstöðum og í Fellabæ auk erindis frá frjálsíþróttadeild Hattar varðandi mögulega fyrirhugaðar breytingar á Vilhjálmsvelli.
Inn á fundinn undir þessum lið komu Guðmundur Magni Bjarnason, Hjördís Ólafsdóttir, Óttar Steinn Magnússon, Hafþór A. Rúnarsson og Unnar Erlingsson fh. þessara deilda Hattar.

Að lokinni kynningu frá fulltrúum knattspyrnudeildar og frjálsíþróttadeildar, svöruðu gestir spurningum byggðaráðs og einnig voru málin rædd í framhaldinu.
Þeim síðan þökkuð koman og veittar upplýsingar.

12.Erindi frá stjórnum og tenglaráði Knattspyrnudeildar Hattar

Málsnúmer 202010463Vakta málsnúmer

Fyrir lágu erindi frá stjórnum og tenglaráði Knattspyrnudeildar Hattar varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Egilsstöðum og í Fellabæ auk erindis frá frjálsíþróttadeild Hattar varðandi mögulega fyrirhugaðar breytingar á Vilhjálmsvelli.

Liðir 11 og 12 í fundargerðinni voru teknir saman til umfjöllunar og vísast því í bókun undir lið 11.

13.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 1622006

Málsnúmer 202104184Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.

Málsnúmer 202104222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarbeiðni um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál

Málsnúmer 202104223Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?