Fara í efni

Reglur um ráðningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202104037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lágu drög að reglum um ráðningar starfsfólks Múlaþings. Drögin eru unnin, í samræmi við lög og samþykktir sveitarfélagsins, af verkefnastjóra mannauðs og lögfræðingi/persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í samráði við skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framlögð drög og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lágu drög að reglum um ráðningar starfsfólks Múlaþings. Drögin eru unnin, í samræmi við lög og samþykktir sveitarfélagsins, af verkefnastjóra mannauðs og lögfræðingi/persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í samráði við skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlögð drög að reglum um ráðningar starfsfólks Múlaþings og felur verkefnastjóra mannauðs að sjá til þess að framvegis verði unnið samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 149. fundur - 01.04.2025

Fyrir liggja drög að breytingum á Reglum um ráðningar hjá Múlaþingi. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á reglum, með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum, um ráðningar hjá Múlaþingi þannig að ákveðnir undirmenn sviðsstjóra hafi ráðningarvald í ákveðnum tilfellum. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:25

Sveitarstjórn Múlaþings - 57. fundur - 09.04.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs 01.04.2025 um breytingar á Reglum um ráðningar hjá Múlaþingi þannig að skýrt verði hverjir hafa ráðningarvald hjá sveitarfélaginu.
Til máls tók: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Reglum um ráðningar hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?