Fara í efni

Hammersminni 2 - Tilkynning um framkvæmdarleyfi undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202104108

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar um fyrirhugaða framkvæmd á verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Auglýst verði á heimasíðu sveitarfélagsins og í opinberu rými á Djúpavogi. Auglýsingatími verði tvær vikur. Að honum loknum verði málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 19.05.2021, varðandi fyrirhugaða framkvæmd á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að farið verði í fyrirhugaða framkvæmd við Hammersminni 2 á Djúpavogi, enda hefur verið og verður staðið að málum í samræmi við lög og reglur varðandi verndarsvæði í byggð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?