Fara í efni

Umsókn um lóð, Djúpivogur, iðnaðarlóð við Háukletta

Málsnúmer 202104139

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir ráðinu liggur umsókn frá Mossa ehf. um iðnaðarlóð við Háukletta á Djúpavogi. Unnið er að skipulagsbreytingu á svæðinu vegna lóðarinnar. Sveitarstjórn Djúpavogs ákvað á fundi sínum 9. júlí 2020 að hefja vinnu við skipulagsbreytingu á svæðinu í samræmi við umsókn BEWi box Iceland (nú Mossi ehf.).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir, í samræmi við bókun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps frá 9. júlí 2020, að umrædd lóð sé ætluð undir starfsemi umsækjanda. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar og lóðaleigusamningi þegar deiliskipulag svæðisins hefur verið staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?