Fara í efni

Framsal valds til einstakra starfsmanna 31. gr. bvl.

Málsnúmer 202104185

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 18. fundur - 27.04.2021

Skv. 4. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004 ber barnaverndarnefnd að setja sér reglur varðandi framsal valds til einstakra starfsmanna, m.a. til þess að beita 31. gr. bvl. sem er neyðarúrræði til þess að vinda bráðan bug á brýnum vanda barna. Samþykkt er að framselja í hendur félagsmálastjóra sem og deildarstjóra barnaverndar valdi til þess að framfylgja ákvæðum 31. gr. bvl. nr. 80/2002 án undangenginnar málsmeðferðar skv. VIII kafla laganna, enda verði málið tekið til meðferðar í barnaverndarnefnd svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en innan 14 daga, ella falli ákvörðun skv. 31. gr. úr gildi.

Skv. sömu gr. reglugerðar nr. 56/2004 er verkskipting milli nefndarinnar og sérhæfðs starfsliðs hennar sú að starfsmönnum er falið að taka ákvörðun um hvort hefja skuli könnun máls skv. 21. og 22. gr. bvl., sjá um könnun og meðferð einstakra mála skv. 23. gr. s.l. og taka ákvarðanir um aðrar þær ráðstafanir er heyra undir bvl. á teymisfundi sérfræðinga sviðsins. Undanþegnar eru ákvarðanir sem tilgreindar eru í fyrrgreindri reglugerð s.s. að kveða upp úrskurði samkvæmt barnaverndarlögum, taka ákvarðanir um málshöfðun skv. 28. og 29. gr. laganna, setja fram kröfu um sjálfræðissviptingu skv. 30. gr. laganna, og taka ákvarðanir um að krefjast brottvikningar heimilismanns eða nálgunarbanns skv. 37. gr. laganna.

Getum við bætt efni þessarar síðu?