Fara í efni

Fjarskipti á Borgarfirði

Málsnúmer 202104293

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 9. fundur - 03.05.2021

Vinna við gerð grænbókar um fjarskiptamál stendur nú yfir. Þann 12. apríl sl. hélt Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rafrænan samráðsfund með fulltrúum Austurlands vegna þeirrar vinnu. Á íbúafundi Betri Borgarfjarðar (Brothættar byggðir) kom fram ríkur vilji íbúa til að fjarskiptamál svæðisins yrði bætt bæði á landi og legi.

Af þessu tilefni vill heimastjórn koma eftirfarandi á framfæri:

GSM samband er ófullnægjandi á svæðinu. Í innsveitum fjarðarins er sambandið lélegt og ekkert GSM samband er á Víknasvæði og Loðmundarfirði.

Á Borgarfjarðarvegi milli Borgarfjarðar og Egilsstaða eru a.m.k. þrír staðir þar sem eru dauðir blettir á GSM sambandi þar á meðal á hættulegasta vegkafla Vatnsskarðs.

Á svæðinu frá Loðmundarfirði norður til Glettingsness er afar lélegt fjarskiptasamband (hvort sem er GSM eða VHF) sem teflir öryggi smábátasjómanna í hættu. Sendar á Dalatanga gætu leyst málið.

Búið er að ljósleiðaravæða dreifbýlið í gamla Borgarfjarðarhreppi, heimastjórn óskar eftir að tengingum í þorpinu verði lokið sem fyrst.
Getum við bætt efni þessarar síðu?