Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

9. fundur 03. maí 2021 kl. 14:00 - 16:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjarskipti á Borgarfirði

Málsnúmer 202104293Vakta málsnúmer

Vinna við gerð grænbókar um fjarskiptamál stendur nú yfir. Þann 12. apríl sl. hélt Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rafrænan samráðsfund með fulltrúum Austurlands vegna þeirrar vinnu. Á íbúafundi Betri Borgarfjarðar (Brothættar byggðir) kom fram ríkur vilji íbúa til að fjarskiptamál svæðisins yrði bætt bæði á landi og legi.

Af þessu tilefni vill heimastjórn koma eftirfarandi á framfæri:

GSM samband er ófullnægjandi á svæðinu. Í innsveitum fjarðarins er sambandið lélegt og ekkert GSM samband er á Víknasvæði og Loðmundarfirði.

Á Borgarfjarðarvegi milli Borgarfjarðar og Egilsstaða eru a.m.k. þrír staðir þar sem eru dauðir blettir á GSM sambandi þar á meðal á hættulegasta vegkafla Vatnsskarðs.

Á svæðinu frá Loðmundarfirði norður til Glettingsness er afar lélegt fjarskiptasamband (hvort sem er GSM eða VHF) sem teflir öryggi smábátasjómanna í hættu. Sendar á Dalatanga gætu leyst málið.

Búið er að ljósleiðaravæða dreifbýlið í gamla Borgarfjarðarhreppi, heimastjórn óskar eftir að tengingum í þorpinu verði lokið sem fyrst.

2.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fuglavernd hefur skilað uppkasti að samningi um skiptingu tekna vegna fyrirhugaðrar innheimtu gjalds í Hafnarhólma.

Heimastórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti og beinir því til byggðaráðs að vinna málið áfram.

3.Atvinnuaukningasjóður Borgarfjarðarhrepps

Málsnúmer 202104292Vakta málsnúmer

Heimastjórn óskar eftir því að Atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðarhrepps verði viðhaldið. Uppfæra þarf reglur sjóðsins.

Heimastjórn bendir jafnframt á að sjóðurinn og efling hans gætu nýst Múlaþingi vel þegar verkefninu Brothætta byggðir lýkur.

4.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Fyrir lá beiðni til heimastjórnar um að hún myndi koma áleiðis ábendingum um umferð í Borgarfirði vegna auglýsingar um umferð í Múlaþingi.

Starfsmanni heimastjórnar falið að gera það sem þarf.

5.Borgarfjörður úhlutun leiguíbúða

Málsnúmer 202103017Vakta málsnúmer

Borist hfefur fyrirspurn um leiguíbúð í Lækjarbrún til skams tíma. Heimastjórn hefur ekkert við það að athuga þar sem ekki hafa borist aðrar umsóknir. Fulltrúa sveitarstjóra falið að ljúka málinu.

6.Hafnarhús aðgengi sjómanna

Málsnúmer 202103016Vakta málsnúmer

Tryggja þarf aðgang sjómanna að neðstu hæð Hafnarhúss fyrir sumarið. Starfsmaður heimastjórnar hefur verið í samskiptum við rekstraraðila og arkitekt og unnið að lausn. Lausnin felst í því að loka á milli hæða og setja upp lyklabox.

7.Framkvæmdir við leiguíbúðir.

Málsnúmer 202104297Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar fór yfir gang mála varðandi byggingu leiguíbúðanna Lækjarbrúnar og Lækjargrundar.

Lagt fram til kynningar.

8.Upplýsingaskilti á Borgarfirði

Málsnúmer 202104295Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Hafþóri Snjólfi Helgasyni vegna upplýsingaskilta í þorpinu. Þar er bent á að þau séu orðin gömul og úreld og tími til kominn að endurnýja þau bæði hvað varðar útlit og efnistök.

Heimastjórn þakkar Hafþóri erindið og tekur undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Starfsmanni heimastjórnar falið að koma erindinu í réttan farveg.

9.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Þann 13. apríl sl. fundaði heimastjórn með Bryndísi Snjólfsdóttur, Eyrúnu Hrefnu Helgadóttur og Birni Skúlasyni um málefni Lindarbakka.

Þar var rætt hvernig staðið yrði að opnun Lindarbakka í sumar sem og áframhald verkefnisins um skráningu innanstokksmuna Lindarbakka í samstarfi við Minjasafn Austurlands.

Heimastjórn lýsti yfir áhuga á samstarfi varðandi bæði verkefnin og útbjó viljayfirlýsingar þar um sem staðfestast hér með.

10.Fundur með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs 13.04.21.

Málsnúmer 202104296Vakta málsnúmer

Þann 13. apríl sl. fundaði heimastjórn með Þórhalli Þorsteinssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur fulltrúum Ferðafélag Fljótsdalshéraðs . Þar var farið yfir fyrirkomulag landvörslu á Víknaslóðum og verkefnið „Man and Biosphere“ hjá Unesco kynnt.

Heimastjórn þakkar Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs fundinn og þiggur boð þess um kynningarfund með Ragnhildi Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsnes um verkefnið Man and Biosphere fyrir íbúa Borgarfjarðar. Dagsetning verður augslýst.

11.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er 04.06 næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 01.06

Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?