Fara í efni

Sýsluskrifstofan á Seyðisfirði

Málsnúmer 202104326

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 10. fundur - 03.05.2021

Heimastjórn hefur þungar áhyggjur af stöðu mála varðandi sýslumannsembættið á Austurlandi. Fækkun starfa er staðreynd, en þrír starfsmenn hafa hætt störfum á Seyðisfirði sökum aldurs á síðastliðnum 12 mánuðum, án þess að ráðið hafi verið í stað þeirra og verkefnin verið flutt annað.

Í ljósi loforða um störf án staðsetningar og flutningi starfa til landsbyggðarinnar sem og stöðu atvinnumála á Seyðisfirði eftir skriðuföllin í desember 2020, mótmælir Heimastjórn Seyðisfjarðar harðlega þessari fækkun starfa hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði sem og hjá embættinu í heild sinni á Austurlandi öllu.

Heimastjórn óskar eftir því að sveitastjóri komi þessum áherslum á framfæri við dómsmálaráðherra, forsætisráðherra sem og þeim stofnunum er málið varðar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?