Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

10. fundur 03. maí 2021 kl. 09:30 - 10:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Sveitastjórn Múlaþings óskar eftir umsögn Heimastjórnar Seyðisfjarðar við vinnslutillögu um breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisnámu í Stafdal.

Heimastjórn veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

2.Skipulags- og matslýsing, ofanflóðavarnir undir Bjólfi við Seyðisfjörð

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur tillaga um skipulags- og matslýsingu, vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi við Seyðisfjörð. Heimastjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði - Fréttaskjárinn

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar hugmyndinni og mun koma verkefninu í farveg. Efnistök munu í grunnin varða upplýsingar um skriðumál, uppbyggingu með blönduðu ívafi eins og t.d. pistlum frá íbúum,auglýsingum og skemmtiefni. Heimastjórn felur starfsmanni Heimastjórnar að auglýsa eftir ritstjóra.

4.Skriðuföll á Seyðisfirði - Skipulagsmál Seyðisfjarðarhafnar

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til við sveitastjórn að skipulagsvinna við framtíðaruppbyggingu hafnarsvæða á Seyðisfirði verði hafin strax.

Ljóst er að staða hafnsækinnar starfsemi á Seyðisfirði er erfið í ljósi aðstæðna eins og Heimastjórn benti á á síðasta fundi. Brýnt er að finna lausnir og að vera í góðu samtali við hlutaðeigandi.

5.Skriðuföll á Seyðisfirði - varnarvirki og skriðulíkan fyrir Múlasvæðið

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tölvupóstur frá Tómasi Jóhannessyni sérfræðingi Veðurstofunnar og minnisblað frá Eflu. Þar upplýsir hann Heimastjórn um stöðu ofanflóðavarna við "Múlasvæðið" og fjallar um tilvonandi frummatsskýslu. Heimastjórn óskar eftir því að gögn sem varða málið verði komið til Heimastjórnar á sama tíma og þau berast sveitastjórn. Mikilvægt er að Heimastjórn sé upplýst jafnóðum um stöðu mála.

6.Sýsluskrifstofan á Seyðisfirði

Málsnúmer 202104326Vakta málsnúmer

Heimastjórn hefur þungar áhyggjur af stöðu mála varðandi sýslumannsembættið á Austurlandi. Fækkun starfa er staðreynd, en þrír starfsmenn hafa hætt störfum á Seyðisfirði sökum aldurs á síðastliðnum 12 mánuðum, án þess að ráðið hafi verið í stað þeirra og verkefnin verið flutt annað.

Í ljósi loforða um störf án staðsetningar og flutningi starfa til landsbyggðarinnar sem og stöðu atvinnumála á Seyðisfirði eftir skriðuföllin í desember 2020, mótmælir Heimastjórn Seyðisfjarðar harðlega þessari fækkun starfa hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði sem og hjá embættinu í heild sinni á Austurlandi öllu.

Heimastjórn óskar eftir því að sveitastjóri komi þessum áherslum á framfæri við dómsmálaráðherra, forsætisráðherra sem og þeim stofnunum er málið varðar.

7.Gamla ríkið á Seyðisfirði - fundargerð nr. 17

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?