Fara í efni

Kall til sveitarfélaga að taka þátt í Bonn-áskoruninni um útbreiðslu eða endurheimt skóga

Málsnúmer 202105132

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir liggur erindi frá Skógræktinni þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir áhuga á þátttöku Múlaþings í verkefninu og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma því á framfæri og ræða nánar við umsjónaraðila verkefnisins um svæði sem komið gætu til greina í því. Í framhaldi verði leitað eftir áliti heimastjórna og tillögum að svæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?