Fara í efni

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi - fundarboð

Málsnúmer 202105194

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 23. fundur - 25.05.2021

Fyrir lá boðun til 55. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. júní 2021. Jafnframt kom fram að sama dag kl. 13:00-15:00 verður haldinn Í Valaskjálf á Egilsstöðum upplýsingafundur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum um svæðisskipulag Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings mæti til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. júní 2021 og hefst kl. 10:00. Eigi kjörinn fulltrúi þess ekki kost að mæta til fundarins skal hann boða varamann sinn eða framselja atkvæðisrétt sinn til annars kjörins fulltrúa sveitarfélagsins og upplýsa um það til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eigi síðar en í upphafi fundar.

Samþykkt samhljóma án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fyrir lá fundargerð aðalfundar SSA, dags. 03.06.2021.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?