Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

25. fundur 15. júní 2021 kl. 09:00 - 12:00 á Hótel Héraði, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samskipti við húseigendur varðandi möguleg uppkaup sveitarfélagsins á íbúðarhúsnæði á Seyðisfirði. Farið var yfir samskipti við Náttúruhamfaratryggingar varðandi mat á tjóni eigna er tilheyra sveitarfélaginu og lögð fram afgreiðsla Ofanflóðanefndar, dags. 11.06.2021, þar sem hafnað er ósk sveitarfélagsins um aukna aðkomu Ofanflóðasjóðs að uppkaupum á fasteignum á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

4.Reglur um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall

Málsnúmer 202106013Vakta málsnúmer

Fyrir lágu frá verkefnastjóra Mannauðs Múlaþings drög að reglum um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall sem unnar eru með hliðsjón af mannauðsstefnu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall enda eru þær unnar með mannauðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi og er ætlað m.a. að tryggja samræmt verklag á milli stofnana þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

5.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ, dags. 21.05.2021, auk minnisblaðs rýnihóps, dags. 18.05.2021, þar sem fram kemur að hægt eigi að vera að rúma kostnað við byggingu nýs leikskóla í Fellabæ innan þess kostnaðarramma er verkefninu hefur verið settur. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir viðræðum við verktaka varðandi samning um verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, með vísan til fyrirliggjandi gagna, að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi um verkið við MVA ehf. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að haldið verði áfram að leita hagræðingaleiða vegna framkvæmdarinnar með það að markmiði að geta mætt frávikum frá áætluðum kostnaði sem upp kunna að koma á framkvæmdatíma.

samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag, dags. 28.05.2021.

Lagt fram til kynningar.

7.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf. 2021

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir aðal- og stjórnarfundar Vísindagarðsins ehf., dags.04.06.2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur SSA - fundagerðir,fundarboð 2021

Málsnúmer 202105194Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð aðalfundar SSA, dags. 03.06.2021.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Landskerfis bókasafna

Málsnúmer 202105133Vakta málsnúmer

Fyrir lá boðun framhaldsaðalfundar Landskerfis bókasafna sem haldinn verður um fjarfundarbúnað 28.06.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að sitja fyrirhugaðan framhaldsaðalfund Landskerfis bókasafna 28.06.2021 sem fulltrúa sveitarfélagsins og verkefnastjóra á sviði menningarmála til vara.

samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

10.Víkurland 6

Málsnúmer 202101052Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar byggðaráðs.

11.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Fyrir lágu 15. og 16. stöðuskýrslur teymis um uppbyggingu félags og atvinnumála í kjölfar COVID-19, dags. 11.06.2021 og 28.05.2021.

Lagt fram til kynningar.

12.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, Áskorun

Málsnúmer 202106044Vakta málsnúmer

Fyrir lá ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022 dags. 01.06.2021.

Lagt fram til kynningar.

13.Viðurkenning Lunga skóla til eins árs

Málsnúmer 202106039Vakta málsnúmer

Fyrir lá frá Menntamálastofnun undirrituð viðurkenning um LungA skóla sem lýðskóla til eins árs. Inn á fundinn kom Björt Sigfinnsdóttir, skólastjóri LungA skóla, og gerði grein fyrir stöðu stofnunarinnar og framtíðarsýn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar áhugaverða kynningu og fagnar þeim mikilvæga áfanga er náðst hefur í starfi LungA skólans.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

14.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá RR-ráðgjöf, dags. 07.06.2021, varðandi fyrirspurnir er komu fram m.a. á stöðufundi, dags. 28.05.2021, og snúast um hæfi og upplýsingarétt kjörinna fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

15.Atvinnu- og menningamál Múlaþings

Málsnúmer 202102171Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað, dags. 28.05.2021, frá atvinnu- og menningarstjóra og verkefnastjórum á sviði atvinnu- og menningarmála. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir fundum er staðið var að á vegum sviðsins með íbúum í öllum kjörnum sveitarfélagsins dagana 28., 29. og 30. apríl s.l.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar það metnaðarfulla starf sem unnið er á sviði atvinnu- og menningarmála sveitarfélagsins. Ljóst er að þær upplýsingar sem fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði eru til þess fallnar að móta framtíðarstefnu varðandi áherslur og forgangsröðun verkefna á sviðinu.


Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?