Fara í efni

Hvítbók um byggðamál

Málsnúmer 202105241

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 23. fundur - 25.05.2021

Fyrir lá til umsagnar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Hvítbók um byggðamál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega þeim áformum sem koma fram í Hvítbók um byggðamál um að aðgerð B.10. í núverandi áætlun, Jöfnun á aðstöðumun á millilandaflugvöllum, falli þar út. Byggðaráð Múlaþings lítur svo á að aðgerðinni sé ekki lokið og felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?