Fara í efni

Reglur Múlaþings um garðslátt

Málsnúmer 202105258

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 20. fundur - 25.05.2021

Drög að reglum um garðslátt í Múlaþingi eru samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að reglum Múlaþings um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. Drögin voru samþykkt í fjölskylduráði Múlaþings 25. maí 2021.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir reglur um garðslátt í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lágu til staðfestingar reglur Múlaþings um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja samþykktar af fjölskylduráði Múlaþings 27.05.2021 og af umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings 02.06.2021.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson bar fram fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson sem svaraði fyrirspurnum, Berglind H.Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson og Elvar Snær Kristjánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í sveitarfélaginu og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá (ES)

Getum við bætt efni þessarar síðu?