Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2022 - Grunnskólar

Málsnúmer 202105290

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 21. fundur - 01.06.2021

Skólastjórarnir Ruth Magnúsdóttir, Anna Birna Einarsdóttir og Þorbjörg Sandholt kynntu forsendur launaþáttar fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir 2022. Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, minnti á mannauðsstefnu Múlaþings þar sem stendur m.a.:

"Múlaþing vill skapa góðan, eftirsóknarverðan og öruggan vinnustað með hamingjusömu starfsfólki sem ber virðingu fyrir hvert öðru. Sveitarfélagið leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan og að vinnustaðurinn sé laus við hvers kyns ofbeldi. Með reglulegum mælingum á hamingjustuðli starfsfólks og fyrirbyggjandi aðgerðum skal markvisst unnið að minni streitu og hæfilegu vinnuálagi."

Þorbjörg óskar eftir að bókað verði að hún leggi sérstaka áherslu á að þessi þáttur í mannauðsstefnu sveitarfélagsins verði hafður að leiðarljósi og tekið verið tillit til þess að fjölga þarf stöðugildum í Djúpavogsskóla þar sem nemendum fjölgar ár frá ári.

Mál í vinnslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?