Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

23. fundur 29. júní 2021 kl. 12:30 - 15:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Bylgja Borgþórsdóttir tók þátt í fundinum og afgreiðslu máls undir lið 1.

Fjölskylduráð samþykkti í upphafi fundar að bæta við á dagskrána lið 13, "Erindi frá Hinsegin Austurlandi" sem hafði borist rétt fyrir upphaf fundar.

Áneyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt, Hrefna Hlín Sigurðardóttir og Hrund Erla Guðmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 2-5. Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, sat fundinn undir lið 3. Þórunn Hrund Óladóttir og Anna Birna Einarsdóttir sátu fundinn undir lið 4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttirsátu fundinn undir liðum 5-9. Þórunn Hrund Óladóttir og Sigríður Herdís Pálsdóttir sátu jafnframt fundinn undir liðum 8 og 9. Sóley Þrastardóttir áheyrnarfulltrúi tónlistarskólastjóra og Þórunn Hrund Óladóttur sátu fundinn undir lið 10.

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2022

Málsnúmer 202103235Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála fyrir 2022.

Fjölskylduráði líst vel á þróunarverkefni ÍFH sem snýr að breyttu sniði á æfingum á næsta ári og mun fara málið yfir með tilliti til fjárhagsramma sviðsins haustið 2021 þegar kostnaðaráætlun verkefnisins liggur fyrir.

Kristjana Sigurðardóttir, Ragnhildur Billa Árnadóttir og Jódís Skúladóttir settu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar L og VG leggja mikla áherslu á að verkefninu Skapandi sumarstörf verði haldið áfram í samstarfi við Fjarðabyggð og að gert verði ráð fyrir fjármagni til þess að af því geti orðið. Verkefnið hefur mikilvæga þýðingu og forvarnargildi fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu."

Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi ramma og frekari vinna við áætlunina bíður síðan endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í haust.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010627Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Ytri úttekt 2021 - Fellaskóli

Málsnúmer 202106162Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - Grunnskólar

Málsnúmer 202105290Vakta málsnúmer

Sjá afgreiðslu undir lið 11.

5.Skólaþjónusta Múlaþings

Málsnúmer 202106173Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Framkvæmdir við nýjan leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202106176Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fagnar því að framkvæmdir við nýjan leikskóla í Fellabæ eru hafnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Sumarlokun leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202106175Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

8.Skóladagatöl leikskóla 2021-2022

Málsnúmer 202106174Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatöl leikskóla sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2021-2022 en bendir á að enn hefur ekki verið tekið ákvörðun um framkvæmd sumarlokunar leikskólanna 2022, sú ákvörðun verður tekin í haust.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fjárhagsáætlun 2022 - Leikskólar

Málsnúmer 202105291Vakta málsnúmer

Sjá afgreiðslu undir lið 11.

10.Fjárhagsáætlun 2022 - Tónlistarskólar

Málsnúmer 202105292Vakta málsnúmer

Sjá afgreiðslu undir lið 11.

11.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2022

Málsnúmer 202105138Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fræðslumála 2022. Sú staðreynd að skólaárið og áætlunarárið fara ekki saman skapar aukna óvissu við vinnslu fjárhagsáætlunar fræðslumála.

Það bíður endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022 á haustdögum að finna leið til að brúa það bil sem enn er á áætluninni og útgefnum ramma fyrir málaflokkinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Starfsemi dagforeldra

Málsnúmer 202106171Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fer yfir stöðu dagforeldra er boðið hafa upp á þjónustu í Vonarlandi á Egilsstöðum og kynnti bréf frá fráfarandi dagforeldri. Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hefur ekki tekist að finna fólk til að taka við af þeim dagforeldrum sem hyggjast hætta starfsemi í Vonarlandi.

Lagt fram til kynningar.

13.Erindi frá Hinsegin Austurlandi

Málsnúmer 202106196Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að kaupa og flagga regnbogafánum á hinsegin dögum 3. - 8. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Sumarleyfi fjölskylduráðs 2021

Málsnúmer 202106172Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð verður í sumarleyfi í júlí. Gert er ráð fyrir að næsti fundur í fjölskylduráði verði 10. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?