Fara í efni

Bryggja við Hótel Framtíð

Málsnúmer 202106019

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 13. fundur - 07.06.2021

Heimastjórn list vel á hugmyndir um bryggju við Hótel Framtíð.
Heimastjórn þykir ljóst að aðgengi gesta af skemmtiferðaskipum krefjist úrbóta og að þessi framkvæmd gæti aðskilið umferð þeirra og aðra umferð við Djúpavogshöfn.
Einnig fellur framkvæmdin vel að þeim hugmyndum sem hafa verið unnar nú þegar um framtíðarsýn miðsvæðis Djúpavogs. Einnig telur heimastjórn mikilvægt að tryggja fjármagn á fjárhagsáætlun í verkefnið til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna.

Málinu vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til frekar vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um uppsetningu bryggju við Hótel Framtíð á Djúpavogi. Málinu var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar af heimastjórn Djúpavogs sem tók vel í erindið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 19. fundur - 28.10.2021

Hugmyndir um trébryggju við Hótel Framtíð ræddar. Heimastjórn telur nauðsynlegt að þessar hugmyndir verði skoðaðar í samhengi við aðrar sem áður hafa komið fram og mikilvægt að vinna áfram með allar hugmyndir um bætt aðgengi gangandi vegfarenda við voginn.

Heimastjórn telur mikilvægt að klára skipulags og hönnunarvinnu á umhverfi vogsins á næsta ári.

Gestir

  • Guðlaugur Snæbjörnsson
  • Björn Ingimarsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?