Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ærslabelgur, Borgarfjörður

Málsnúmer 202106067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu ærslabelgs á Borgarfirði eystra. Fyrirhuguð staðsetning er innan skilgreinds íþróttasvæðis í aðalskipulagi Borgarfjarðar. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er á opnu svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Ráðið fagnar framtaki umsækjanda við að koma upp ærslabelg á Borgarfirði. Jafnframt samþykkir umhverfis og framkvæmdaráð að sveitarfélagið muni taka við ærslabelgnum að uppsetningu lokinni og sjá um viðhald og rekstur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?