Fara í efni

Endurbygging prentverkstæðis Tækniminjasafns Austurlands, húsnæðismál

Málsnúmer 202106105

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Fyrir lá erindi frá forstöðumönnum Tækniminjasafns Austurlands, LungA skólans, Skaftfells og samstarfsaðilum vegna endurbyggingar prentverkstæðis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi endurbyggingu prentverkstæðis Tækniminjasafns Austurlands til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings til umsagnar. Málið verður tekið fyrir að nýju í byggðaráði er umsögn framkvæmda- og umhverfismálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá umsögn framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings við erindi frá forstöðumönnum Tækniminjasafns Austurlands, LungA skólans, Skaftfells og samstarfsaðilum varðandi endurbyggingar prentverkstæðis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi umsögn varðandi það að ekki verði orðið við erindinu vegna fyrirliggjandi uppsafnaðrar viðhaldsþarfar fasteigna er hýsa starfsemi stofnana sveitarfélagsins. Byggðaráð tekur einnig undir með framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings og fagnar frumkvæði hópsins og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings að hefja viðræður við Prentverkstæðisfélag Seyðisfjarðar um útfærslur og hugmyndavinnu er mögulega leiði til þess að halda megi starfsemi prentverkstæðis áfram á Seyðisfirði um ókomna tíð.

Samþykkt samhljóða
Getum við bætt efni þessarar síðu?