Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

26. fundur 22. júní 2021 kl. 09:00 - 12:30 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jakob Sigurðsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins og verkefnastjóri rafrænnar þróunar og þjónustu kynnti rafrænt samskiptakerfi sem ætlað er kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar og verður rammi fjárhagsáætlunar lagður fyrir til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 6. júlí.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í samskiptum við íbúðaeigendur og Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Jafnframt var farið yfir tillögur ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði og bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.06.2021, þar sem málinu er vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og ákvörðunartöku varðandi næstu skref. Byggðaráð mun fjalla nánar um tillögur ráðgjafanefndar á næsta fundi.

4.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2021

Málsnúmer 202103047Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga dags. 20.05.2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Viðhorfskönnun starfsfólks Múlaþings

Málsnúmer 202106075Vakta málsnúmer

Fyrir lá skýrsla verkefnastjóra mannauðs hjá Múlaþingi með niðurstöðum viðhorfskönnunar hjá starfsfólki Múlaþings sem lögð var fyrir 16. til 23. apríl sl.

Lögð fram til kynningar.

6.Samningur um þjónustu trúnaðarlæknis hjá Vinnuvernd

Málsnúmer 202106030Vakta málsnúmer

Fyrir lá verksamningur um trúnaðarlæknisþjónustu við Vinnuvernd ehf. til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi verksamning um þjónustu trúnaðarlæknis hjá Vinnuvernd og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Starfsþróunar- og símenntunarnefnd

Málsnúmer 202103136Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað verkefnastjóra mannauðs ásamt drögum að reglum um starfsþróun og símenntun starfsfólks Múlaþings.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um starfsþróun og símenntun starfsfólks Múlaþings og felur verkefnastjóra mannauðs að koma þeim í framkvæmd. Jafnframt er fjármálastóra falið að leggja fram tillögu að hvaða hlutfall af áætluðum launum og launatengdum gjöldum, að frádregnum lífeyrisskuldbindingum, skuli varið til sí- og endurmenntunarsjóðs starfsfólks hjá Múlaþingi á árinu 2022.

Samþykkt samhljóða.

8.Endurbygging prentverkstæðis Tækniminjasafns Austurlands, húsnæðismál

Málsnúmer 202106105Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá forstöðumönnum Tækniminjasafns Austurlands, LungA skólans, Skaftfells og samstarfsaðilum vegna endurbyggingar prentverkstæðis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi endurbyggingu prentverkstæðis Tækniminjasafns Austurlands til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings til umsagnar. Málið verður tekið fyrir að nýju í byggðaráði er umsögn framkvæmda- og umhverfismálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Inn á fundinn komu fulltrúar ARS LONGA þau Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi fjármögnun og verkáætlun við uppbyggingu og rekstur fyrirhugaðs listasafns fyrir alþjóðlega myndlist í Vogalandi 5 á Djúpavogi.

Í vinnslu.

10.Víkurland 6

Málsnúmer 202101052Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar Búlandstinds ehf. og Laxa fiskeldis ehf. þeir Elís Grétarsson og Jens Garðar Helgason og fóru yfir þróun rekstrar undanfarin ár og framtíðarhorfur.

11.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39

Málsnúmer 202101236Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Önnu Maríu Þórhallsdóttur, arkitekt FAÍ, þar sem gerðar voru athugasemdir við fyrirhuguð áform um nýbyggingu við Lagarás 21 ? 39. Jafnframt lá fyrir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.06.2021, þar sem samþykkt er að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Lagarás 21 - 39 ásamt grenndarkynningu. Inn á fundinn kom Þórhallur Pálsson, ráðgjafi, og gerði grein fyrir ferli og stöðu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?