Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngustígur að Gufufossi, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106117

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðgerðar á núverandi stíg og lagningu nýrrar gönguleiðar frá miðbæ Seyðisfjarðar að Gufufossi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs um að gefið verði út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.
Getum við bætt efni þessarar síðu?