Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

13. fundur 28. júní 2021 kl. 09:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Málefni Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202106149Vakta málsnúmer

Farið yfir húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla.
Skólahúsnæði Seyðisfjarðarskóla uppfyllir ekki kröfur um aðbúnað nemenda og starfsmanna. Hljóðvist er erfið, stigar, starfsmannaaðstaða, og öryggismál eru ófullnægjandi. Gamli skóli er 114 ára gamall og viðhaldsþörf gríðarlega mikil. Heimastjórn telur það einsýnt að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu skólastarfi á komandi vetrum, vegna aðstöðuleysis og viðhaldsþarfar Gamla skóla. Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að mörkuð verði framtíðarstefna um uppbyggingu skólahúsnæðis og skólalóðar og að tryggðir verði fjármunir til uppbyggingar í fjárhagsáætlun næsta árs. Heimastjórn hefur auk þess miklar áhyggjur af þungaflutningum sem munu fylgja fyrirhugaðri uppbyggingu á Garðarsvegi með mikilli umferð í gegnum skólasvæðið.

Gestir

  • Þórunn Hrund Óladóttir - mæting: 09:15

2.Fjallskil í Múlaþingi 2021

Málsnúmer 202104064Vakta málsnúmer

lagt fram til kynningar

3.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að regluverkið verði einfaldað sem mest.

4.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur mikilvægt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á hafnarsvæði Seyðisfjarðar samhliða breytingum á aðalskipulagi. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulagið.

5.Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106121Vakta málsnúmer

lagt fram til kynningar. Heimastjórn hvetur viðkomandi til að senda inn formlegt erindi.

6.Austurvegur 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010518Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 23.06. s.l.

"Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Austurveg 22 á Seyðisfirði er lokið án athugasemda. Umsagnir bárust frá MÍ og HEF veitum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir niðurstöður grenndarkynningar og vísar málinu til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu."

Heimastjórn Seyðisfjarðar staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngustígur að Gufufossi, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106117Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs um að gefið verði út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

8.Hafnargata

Málsnúmer 202106165Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum sínum af málinu og hvetur til þess að framkvæmdir við byggingu leiguhúsnæðis hefjist sem fyrst og að málið verði tekið föstum tökum hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins.

9.Umsögn um tækifærisleyfi fyrir Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LUNGA

Málsnúmer 202106036Vakta málsnúmer

Vísað er í erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dags 31.05.2021 vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna LungA Listahátíðar ungs fólks, Austurlandi sem halda á í íþróttahúsinu 710 Seyðisfirði Afgreiðslutími útiveitinga: Sala á mat í útitjaldi kl. 19:00 - 23:00 þann 24.07.2021.
Hámarks gestafjöldi : 1500 gestir.Ábyrgðarmaður er Hilmar Guðjónsson kt. 060491-2759. Gestafjöldi:1500

Fyrir fundinum liggur jákvæð umsögn frá brunaeftirlit og heilbrigðiseftirliti en jákvæð umsögn frá lögreglu vantar. Heimastjórn Seyðisfjarðar veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis með fyrirvara um að jákvæð umsögn frá lögreglu berist sýslumanni. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja.

10.Smiðjuhátíð - umsögn um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202106170Vakta málsnúmer

Vísað er í erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dags 23.06.2021 vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna Smiðjuhátíðar sem halda á í skemmtitjaldi á opnu svæði við hlið Hótel Snæfells, Austurveg 4, 710 Seyðisfirði Afgreiðslutími útiveitinga: Sala á mat í útitjaldi kl. 19:00 - 23:00 þann 24.07.2021.
Hámarks gestafjöldi : 120 gestir. . Ábyrgðarmaður er Zuhaitz Akizu Gardoki kt. 201085-4469.

Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda.

Fyrir fundinum liggur jákvæð umsögn frá brunaeftirliti, en jákvæða umsögn frá heilbrigðiseftirliti og lögreglu vantar. Heimastjórn Seyðisfjarðar veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir lögreglu og heilbrigðiseftirlits berist sýslumanni. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

11.Umsagnarbeiðni vegna Austurvegar 18 - 20

Málsnúmer 202106151Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Erni Bergman jónssyni f.h. Brattahlíð ehf, dagsett 22.07.2020, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 3, að Austurvegi 18-20.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands en Brunavarnir Austurlands gerir athugasemdir við brunakerfi.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn með fyrirvara um að úrbætur verði gerðar á brunakerfi og að jákvæð umsögn brunaeftirlits liggi fyrir. Heimastjórn staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

12.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Post-Hostel, guesthouse, Seyðisfirði

Málsnúmer 202105058Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Arnbjörg Sveinsdóttur kt. 180256-7099 f.h. Hafnargötu 4 og Austurvegar 30 neðri hæð, dagsett 04.05.2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 2.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?