Fara í efni

Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106121

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi varðandi hugmyndir um boltun klifurleiða í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og hvetur málsaðila til að senda inn ítarlegri umsókn þar sem fram kemur nákvæm staðsetning og tímalína verkefnisins. Hafa þarf í huga ýmsa þætti svo sem aðgengi að staðnum, öryggismál og viðhald, ónæði, utanvegaakstur og rask á gróðri. Erindinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umfjöllunar þegar frekari upplýsingar hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

lagt fram til kynningar. Heimastjórn hvetur viðkomandi til að senda inn formlegt erindi.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 24. fundur - 23.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði var erindi frá Einari Sveini Jónssyni dags. 18.06.2021 varðandi hugmyndir um boltun klifurleiða í Seyðisfirði lagt fyrir fund þann 23.06.2021 og vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar kærlega fyrir greinagott erindi og samþykkir það fyrir sitt leiti en minnir á að svæðið er á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Heimastjórn vísar erindinu til frekari afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, V-lista, vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Ásrún vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir búnaði til klettaklifurs innan við Vestdalseyri í Seyðifirði. Heimastjórn Seyðifjarðar fjallaði um málið á fundi sínum 23. júní sl. og tók jákvætt í erindið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að settur verði upp búnaður til klettaklifurs í samræmi við fyrirliggjandi umsókn en bendir á að kostnaður verkefnisins og ábyrgð á svæðinu verði á höndum umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?