Fara í efni

Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106121

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi varðandi hugmyndir um boltun klifurleiða í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og hvetur málsaðila til að senda inn ítarlegri umsókn þar sem fram kemur nákvæm staðsetning og tímalína verkefnisins. Hafa þarf í huga ýmsa þætti svo sem aðgengi að staðnum, öryggismál og viðhald, ónæði, utanvegaakstur og rask á gróðri. Erindinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umfjöllunar þegar frekari upplýsingar hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

lagt fram til kynningar. Heimastjórn hvetur viðkomandi til að senda inn formlegt erindi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?