Fara í efni

Úttekt á Brunavörnum Austurlands

Málsnúmer 202106166

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á starfsemi brunavarna Múlaþings með ósk um svar frá sveitarfélaginu með áætlun um úrbætur við framkomnum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa úttektinni til slökkviliðsstjóra með beiðni um að aðgerðaráætlun verði lögð fyrir byggðaráð á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fyrir lá minnisblað slökkviliðsstjóra Múlaþings vegna endurbóta á slökkvistöðvum í Múlaþingi. Í minnisblaðinu er farið yfir athugasemdir er fram komu í úttekt HMS á ástandi slökkvistöðva Múlaþings auk þess sem slökkviliðsstjóri óskar eftir heimild til að láta vinna frumhönnun og kostnaðarmat vegna mögulegra endurbóta á húsnæði slökkviliðs Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur slökkviliðsstjóra Múlaþings að gera ráð fyrir kostnaði vegna frumhönnunar og kostnaðarmats vegna endurbóta húsnæðis slökkviliðs Múlaþings í fjárhagsáætlun vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi úrbætur vegna úttektar á starfsemi slökkviliðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir fyrirliggjandi erindi til Brunavarna á Héraði bs. og slökkviðliðsstjóra slökkviliðs Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?