Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

81. fundur 18. apríl 2023 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson sveitarstjóri

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Kynning á miðbæ á Egilsstöðum

Málsnúmer 202303219Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 05.04.2023, varðandi kynningu á miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess að aukin áhersla verði lögð á að kynna möguleika og kosti uppbyggingar í nýlega skipulögðum miðbæ Egilsstaða. Málinu vísað til atvinnu- og menningarmálastjóra til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Jafnlaunakerfi Múlaþings

Málsnúmer 202304019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greining á kynbundnum launamun starfsfólks Múlaþings er byggir á launaupplýsingum frá því í desember 2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi

Málsnúmer 202303064Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna varðandi tillögur er varða verklagsreglur um fjallskilamál í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mun taka tillögur að verklagsreglum um fjallskilamál í Múlaþingi til afgreiðslu er verkefnisstjóri umhverfismála hefur lokið yfirferð umsagna heimastjórna í samráði við fjallskilastjóra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi tillögu að breytingu á 3. grein erindisbréfa heimstjórna auk umsagna heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að erindisbréf heimastjórna verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur í minnisblaði að breytingum á 3. grein í erindisbréfi heimastjórna. Byggðaráð felur skrifstofustjóra framkvæmd málsins sem mun svo koma til endalegrar afgreiðslu hjá byggðaráði.

Samþykkt með 4.atkvæðum, einn sat hjá (HÞ)

Hildur Þórisdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð gerir alvarlega athugasemd við breytingar á 3. gr. í erindisbréfi heimastjórna. Eftirfarandi breyting er ekki í anda þeirrar vinnu sem unnin var í aðdraganda sameiningar þar sem málefni félagsheimila voru sett undir Heimastjórnir. Lagt var upp með ákvörðunarvald heimastjórna í málefnum félagsheimila en breytingin sem lögð er til veikir áhrif þeirra sem fer gegn þeim markmiðum sem lagt var upp með upphaflega.

6.Fundargerðir stjórnar Ársala 2023

Málsnúmer 202301148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala bs, dags. 28.03.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, og/eða Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sitji aðalfund Ársala mánudaginn 24. apríl 2023 og fari með atkvæði sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Hitaveita á Seyðisfirði, fundagerð starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði, dags. 29.03.2023 og 05.04.2023.

Lagt fram til kynningar

8.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.03.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202304033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður um fjarfundarbúnað föstudaginn 21. apríl kl. 11:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Jónína Brynjólfsdóttir, og Björn Ingimarsson til vara, fari með atkvæði Múlaþings á aukaaðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 21. apríl 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Aðalfundur SSA - fundagerðir,fundarboð 2023

Málsnúmer 202304031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til 57. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem haldinn verður á Egilsstöðum þann 3. maí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings mæti til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. maí 2023 og hefst kl. 10:00. Eigi kjörinn fulltrúi þess ekki kost að mæta til fundarins skal hann boða varamann sinn eða framselja atkvæðisrétt sinn til annars kjörins fulltrúa sveitarfélagsins og upplýsa um það til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eigi síðar en í upphafi fundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Úttekt á Brunavörnum Austurlands

Málsnúmer 202106166Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi úrbætur vegna úttektar á starfsemi slökkviliðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir fyrirliggjandi erindi til Brunavarna á Héraði bs. og slökkviðliðsstjóra slökkviliðs Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Skógardagurinn mikli 2023, styrkbeiðni

Málsnúmer 202303214Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn til langtíma vegna Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi styrkumsókn vegna Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi til atvinnu- og menningarmálastjóra til umfjöllunar. Málið verður tekið til afgreiðslu er yfirferð atvinnu- og menningarmálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Viðræður um þjónustuhúsnæði Miðvangi 8

Málsnúmer 202302100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, dags. 30.03.2023, varðandi möguleg framtíðarnot húsnæðis sem fyrirhugað er að reisa að Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar framkomnu erindi til þeirrar vinnu sem er í gangi, hjá sveitarstjóra ásamt félagsmálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og forstöðumanni Hlymsdala, varðandi mögulega valkosti varðandi nýtingu og eignarhald sveitarfélagsins á hluta framtíðarhúsnæðis á jarðhæð Miðvangs 8 á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreðslu.

14.Hinsegin fræðsla í grunnskólum Múlaþings

Málsnúmer 202304060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Samtökunum 22 - Hagsmunasamtök Samkynhneigðra varðandi "Hinsegin fræðslu" í grunnskólum Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina fyrirliggjandi erindi frá Samtökunum 22 til fjölskylduráðs til kynningar og umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi vonbrigðum yfir því að beiðni minni um að fá formann Samtakanna 22 sem gest inn á þennan fund, undir þessum lið, var hafnað.
Bent skal á að Samökin 22 er félag á álmennaheillaskrá.
Ég lýsi jafnframt furðu minni á því að Byggðaráð hafnar þannig upplýsandi umræðu um þjónustusamning sem sveitarfélagið hefur gert og felur í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir sveitarfélagið til þriggja ára.
Það er hlutverk menntaðra grunnskólakennara að fara með menntun barna í grunnskólum sveitarfélagsins.
Hvernig má það vera að það þurfi utanaðkomandi hagsmunasamtök sem standa fyrir mjög svo umdeild kynjafræði til að uppfræða börn og unglinga um umburðalyndi og náungakærleika.
Samtök sem á fræðsluvef sínum otila.is ráðast að "venjulegum" hommum og lesbíum á undirsíðu með titlinum "Hinsegin þjóðernishyggja" og byggja fræðsluefni á svo veikum grunni sem fram kemur á undirsíðunni "Heimildanotkun", eiga vart erindi við börnin í grunnskólum okkar.



15.Boð til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá matvælaráðuneytinu boð til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis.

Helgi Hlynur Ágrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að þiggja boð um að taka þátt í samráðsferli varðandi stefnumótun lagareldis þar sem horft verði til þess m.a. að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu, eftirlit, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Auk þess þarf að leggja áherslu á að ef meirihluti íbúa legst gegn eldi í fjörðum, verði ekki gefin leifi fyrir eldi. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við matvælaráðuneytið.

Bókun var felld með 3 atkvæðum, tveir með (HHÁ,HÞ)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að þiggja boð um að taka þátt í samráðsferli varðandi stefnumótun lagareldis þar sem horft verði til þess m.a. að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við matvælaráðuneytið.

Samþykkt með 3 atkvæðum, tveir sátu hjá (HHÁ,HÞ)

16.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2023

Málsnúmer 202304058Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi eru ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að fyrirliggjandi ályktunum aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands verði komið til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, fagráðum og heimastjórnum til kynningar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Umsagnarbeiðni um um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.

Málsnúmer 202304006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040 915.mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?