Fara í efni

Ártún 10 -16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202106205

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi að Ártúni 10-16 á Egilsstöðum sem víkur frá gildandi skilmálum viðkomandi byggingarreits eins og þeir eru settir fram í deiliskipulagi. Frávikið felst í því að óskað er eftir að við tvær af fjórum íbúðum í húsinu verði sambyggðir bílskúrar. Að öðru leyti rúmast byggingaráformin innan skipulagsskilmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkið miðast við að umsækjandi falli frá byggingarrétti á frístandandi bílskúrum sem gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13. fundur - 06.09.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi að Ártúni 10-16 á Egilsstöðum sem víkur frá gildandi skilmálum viðkomandi byggingarreits eins og þeir eru settir fram í deiliskipulagi. Frávikið felst í því að óskað er eftir að við tvær af fjórum íbúðum í húsinu verði sambyggðir bílskúrar. Að öðru leyti rúmast byggingaráformin innan skipulagsskilmála.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkið miðast við að umsækjandi falli frá byggingarrétti á frístandandi bílskúrum sem gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?