Fara í efni

Daggæsla á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202107011

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 11. fundur - 05.07.2021

Fyrir liggur erindi til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dagsett 2.7. 2021, þar sem vakin er athygli á skorti á daggæsluplássum og úrræðum á Egilsstöðum frá september 2021.
Á fundinn undir þessum lið mætti Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, sem kynnti stöðu mála og m.a. að ítrekað hefði verið auglýst eftir daggæsluaðilum og að unnið sé að mögulegri úrlausn mála.
Erindinu að öðru leyti vísað til fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 24. fundur - 24.08.2021

Fyrir liggur svar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs við erindi foreldra varðandi málefni dagforeldra, þar sem málinu er vísað til fjölskylduráðs.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins harmar að upp sé komin sú staða að ekki hefur tekist að fá dagforeldra til starfa á Fljótsdalshéraði sem hefur skapað vanda fyrir foreldra ungra barna.

Mál í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?