Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

24. fundur 24. ágúst 2021 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Örn Bergmann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir / Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri / íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir, sátu fundinn undir lið 5. Dagmar Ósk Atladóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla boðaði forföll.

1.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu Einar Freyr Guðmundsson, formaður ungmennaráðs Múlaþings, og Vigdís Diljá Óskarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála.

Fyrir liggur erindi er ungmennaráð Múlaþings kynnti fyrir sveitarstjórn á fundi 9. júní 2021. Var tveimur atriðum vísað til fjölskylduráðs til umfjöllunar.

Barnvænt sveitarfélag:
Einar Freyr kynnti verkefnið og hvernig Múlaþing gæti unnið að því að verða Barnvænt sveitarfélag.
Málið er í vinnslu.

Fótboltahöll:
Fjölskylduráð vísar til máls nr. 202104302, Uppbygging og viðhald á íþróttamannvirkjum, samráð við Hött. Samþykkti sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir framtíðartíðaríþróttasvæði neðan Egilsstaðakirkju. Samræmist það áherslum erindis ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2022

Málsnúmer 202108085Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Umsókn um styrk til íþrótta- og tómstundastarfs,

Málsnúmer 202106111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk vegna afreksíþróttaiðkunar frá Jóhönnu Lilju Jónsdóttur.

Fjölskylduráð þakkar Jóhönnu Lilju fyrir erindið og vísar umsókninni til úrvinnslu við styrkveitingu íþrótta- og tómstundastyrkja fjölskylduráðs í október.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Reglur leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202104188Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum fyrir leikskóla Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Daggæsla á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202107011Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs við erindi foreldra varðandi málefni dagforeldra, þar sem málinu er vísað til fjölskylduráðs.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins harmar að upp sé komin sú staða að ekki hefur tekist að fá dagforeldra til starfa á Fljótsdalshéraði sem hefur skapað vanda fyrir foreldra ungra barna.

Mál í vinnslu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?