Fara í efni

Umsókn um leiguhúsnæði í eigu Múlaþings, Lækjarbrún 1

Málsnúmer 202107047

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Fyrir liggur umsókn um framlengingu leigusamnings í Lækjarbrún 1.

Heimastjórn leggur til að orðið verði við beiðninni um langtíma leigusamning í Lækjarbrún 1. Heimastjórn leggur jafnframt til við Byggðaráð að meta hvort endurskoða þurfi reglur varðandi úthlutun á húsnæði í eigu sveitarfélagsins (öðru en félagslegu) þ.a. aðkomu heimastjórna þurfi ekki til þegar leigusamningar eru framlengdir.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá bókun heimstjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að meta hvort endurskoða þurfi reglur varðandi úthlutun á húsnæði í eigu sveitarfélagsins (öðru en félagslegu).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að láta uppfæra reglur varðandi úthlutun á húsnæði sveitarfélagsins með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?