Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

16. fundur 03. nóvember 2021 kl. 14:00 - 17:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög og vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir 2022 - 2025.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025.

2.Aðalfundur NAUST 2021- Ályktanir

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um leiguhúsnæði í eigu Múlaþings, Lækjarbrún 1

Málsnúmer 202107047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framlengingu leigusamnings í Lækjarbrún 1.

Heimastjórn leggur til að orðið verði við beiðninni um langtíma leigusamning í Lækjarbrún 1. Heimastjórn leggur jafnframt til við Byggðaráð að meta hvort endurskoða þurfi reglur varðandi úthlutun á húsnæði í eigu sveitarfélagsins (öðru en félagslegu) þ.a. aðkomu heimastjórna þurfi ekki til þegar leigusamningar eru framlengdir.

4.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir lá beiðni rekstraraðila 2.hæðar Hafnarhússins um að breyta leigusamningnum við sveitarfélagið.

Eftir samráð við sveitarstjóra og lögfræðing sveitarfélagsins telur heimastjórn skynsamlegast að breyta ekki leigusamningnum varanlega að svo stöddu en leggur til við Byggðarráð að leiga verði felld niður frá 1.nóvember 2021 til 30.apríl 2022 vegna þeirra áhrifa sem sóttvarnarreglur og Covid hafa haft á forsendur rekstrarins yfir vetrartímann.

5.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að breytingum verkferla umhverfis ? og framkvæmdasviðs. Heimastjórn hafði áður tekið hluta tillagnanna fyrir og tók þá jákvæða afstöðu gagnvart fyrirhuguðum breytingum er lúta að grenndarkynningarferlum sveitarfélagsins. Heimastjórn átti eftir að taka afstöðu til þeirra breytinga er snúa að deiliskipulagsferlum sveitarfélagsins.

Heimastjórn tekur undir að fækka megi skiptum sem hún hefur aðkomu að deiliskipulagsferli. Nú eru skiptin fimm. Heimastjórn telur óhætt að þeim megi fækka niður í tvö skipti þ.a. heimastjórn hafi aðkomu að því að hefja ferlið og ljúka því í þeim tilfellum sem engar athugasemdir berast við skipulagsbreytingarnar sem þarf að bregðast við. Heimastjórn telur að í þeim málum þar sem bregðast þarf við athugasemdum fái hún aðkomu líkt og nú er. Verði deiliskipulagsferlinu breytt með ofangreindum hætti sér heimastjórn ekki ástæðu til þess að breyta sinni aðkomu að málum þegar aðal- og deiliskipulag eru unnin samhliða.

6.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar tók til umræðu álagningu gatnagerðargjalda á sínu starfssvæði í Múlaþingi. Núverandi fyrirkomulag er með þeim hætti líkt og kveðið er á um í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.02.21 að þar sem ekki þarf til nýlagningu gatna er veittur 80% afsláttur. Þar segir jafnframt að ákvörðun um afslætti árið 2022 verði tekin samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Heimastjórn Borgarfjarðar telur núverandi fyrirkomulag gatnagerðargjalda íþyngjandi og ekki til þess fallin að hér fjölgi fólki með heilsársbúsetu. Heimastjórn telur að ólíklegt sé að byggt verði á þeim stöðum þar sem full gatnagerðargjöld eru innheimt. Borgarfjarðarhreppur innheimti ekki slík gjöld. Mikið var haldið á lofti að sveitarfélögin sem sameinuðust í Múlaþing ættu að fá að halda sinni sérstöðu og telur heimastjórn þetta hafa fallið undir sérstöðu staðarins. Heimastjórn leggur til að þessir afslættir verði endurskoðaðir og verði þeir sömu hvort sem til þurfi nýlagningu gatna eður ei.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

7.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2022

Málsnúmer 202109147Vakta málsnúmer

Fyrir lá styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum frá ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Heimastjórn harmar þá ákvörðun Umhverfisráðuneytis að leggja verkefninu ekki til fjármagn líkt og verið hefur. Fyrir vikið þarf frekari fjármögnun verkefnisins frá hendi sveitarfélagsins. Almennt hefur ríkt ánægja og sátt með verkefnið hingað til og væri miður ef það skyldi hætta.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 19.10. 2021:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkomnu erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystri til heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn telur eðlilegt að sveitarfélagið komi að verkefninu með einhverjum hætti og beinir því til Byggðaráðs að finna verkefninu stað í fjárhagsáætlun.

8.Póstþjónusta á Borgarfirði

Málsnúmer 202110219Vakta málsnúmer

Nýverið kynnti Íslandspóstur breytingar á verðlagningu þjónustu sinnar og skv. frétt Austurfréttar hækkar verð fyrir Borgarfjörð um meira en 60%. Hækkunin er meiri á Borgarfirði heldur en öðru þéttbýli Múlaþings þar sem Íslandspóstur skilgreinir Borgarfjörð í heild sinni sem dreifbýli.

Póst og fjarskiptastofnun, sem þar til nýlega var yfir póstmálum á Íslandi, hefur nýlega skilgreint Borgarfjörð sem þéttbýli í tengslum við verkefnið Ísland - ljóstengt (til að komast hjá því að ljósleiðaravæða þorpið). Nú er Byggðastofnun yfir málaflokknum en hún skilgreinir Borgarfjörð sem þéttbýli (þorpið) og sem dreifbýli (sveitina). Það sætir furðu að Íslandspóstur geti skilgreint Borgarfjörð á annan hátt en stofnanirnar sem hafa verið yfir póstmálum á Íslandi síðustu misseri.

Heimastjórn harmar að ítrekað sé skilgreining Borgarfjarðar sem dreifbýli eða þéttbýli á þann veg að veita þurfi sem minnsta þjónustu eða rukka sem mest fyrir hana. Heimastjórn fer fram á við Íslandspóst að Borgarfjörður verði skilgreindur á annan veg og falli því undir svæði 3 í stað svæðis 4 í nýrri verðskrá. Heimastjórn beinir því til Byggðarráðs að koma því á framfæri við Íslandspóst.

9.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Heimastjórn ræddi næstu skref til að ná fram varanlegri lokun Skápsins.

Reglugerð nr. 742 frá 23.júní 2021 um lokun Skápsins gildir í eitt ár. Heimastjórn telur augljóst að áhrif lokunarinnar hafi verið jákvæð þar sem aflabrögð voru betri en undanfarin ár og bátar þurftu ekki að sækja út fyrir sín heimamið.

Heimastjórn Borgarfjarðar skorar á ráðherra sjávarútvegsmála að koma nú þegar af stað vinnu við að greina þau áhrif sem friðun hluta „Skápsins“ fyrir togveiðum hefur haft á fiskgengd og aflabrögð handfæra og línubáta á Borgarfirði. Mikilvægt er að ofangreind reglugerð verði varanleg.

10.Lækjartún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202109001Vakta málsnúmer

Haldin hefur verið grenndarkynning vegna byggingaráforma við Lækjartún. Heimastjórn staðfestir að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda.

11.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 6. desember næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 2. desember Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?