Fara í efni

Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Oddagata 3

Málsnúmer 202108015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð liggur umsókn um lóð að Oddagötu 3 á Seyðisfirði. Málsaðili hyggst færa á lóðina smáhýsi til að dvelja í þegar hætta er á aurskriðum á heimili hans við Botnahlíð. Fyrirhuguð byggingaráform á lóðinni samræmast ekki skipulagsskilmálum gildandi skipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að yfirlýst áform umsækjanda um húsbyggingu samræmast ekki skipulagsskilmálum lóðarinnar, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að hafna umsókninni. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að ræða við umsækjanda um aðra mögulega staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?