Fara í efni

Erindi um leikvöll frá grunnskólanum

Málsnúmer 202108037

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 12. fundur - 17.08.2021

Erindi barst frá nemendum grunnskólans á Borgarfirði um hvernig mætti gera skólalóðina betri. Þau stinga upp á því að kaupa ný leiktæki og benda á að hugsanlega þurfi að stækka skólalóðina.

Heimastjórn fagnar hugmyndum nemenda grunnskólans og vísar málinu til umhverfis og framkvæmdaráðs.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá nemendum grunnskólans á Borgarfirði um tillögur að úrbótum á skólalóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar nemendum fyrir erindið og ábendingarnar. Ráðið samþykkir að vísa hugmyndum nemendanna til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?