Fara í efni

Erindi frá Fjarðabyggð, Viðhald fjárrétta

Málsnúmer 202108050

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Fjarðabyggð um kostnaðarþátttöku Múlaþings í viðhaldi á fjárréttum í Mjóafirði og Breiðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að samkvæmt gildandi fjallskilasamþykkt og ákvæðum laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. er það á ábyrgð hvers sveitarfélags að til staðar séu hæfilega stórar réttir og að þeim sé vel við haldið. Af þeim sökum hafnar umhverfis- og framkvæmdaráð erindi Fjarðabyggðar um þátttöku í kostnaði við viðhald fjárrétta innan Fjarðabyggðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?