Fara í efni

Neysluvatn í Múlaþingi, staðan í lok sumars

Málsnúmer 202108123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Farið yfir stöðu vatnsbóla í sveitarfélaginu í kjölfar mikilla þurrka á liðnu sumri. Fyrir ráðinu liggur tölvupóstur frá Aðalsteini Þórhallssyni, framkvæmdastjóra HEF, þar sem hann fer yfir stöðuna. Fram kom að staða vatnsbóla í þéttbýli er í lagi, þó síst á Borgarfirði eystri þar sem fyrirtæki hafa verið beðin að fara sparlega með vatn. Þá er staðan ekki góð á nokkrum lögbýlum og líklegt að svo sé víðar en þar sem HEF hefur upplýsingar um.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar upplýsingar og leggur áherslu á að grannt sé fylgst með stöðu vatnsbóla sem sveitarfélagið ber ábyrgð á. Jafnframt hvetur ráðið þá íbúa sveitarfélagsins sem ekki eru tengdir vatnsveitum þess að fylgjast vel með og láta vita ef í óefni stefnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá erindi frá Þorgils Torfa Jónssyni þar sem fram kemur m.a. að neyðarástand ríki á nokkrum bæjum í sveitarfélaginu vegna vatnsskorts er rekja má til úrkomuleysis og þurrka í sumar.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson,Stefán Bogi Sveinsson,Björn Ingimarsson,Jakob Sigurðsson,Hildur þórisdóttir,Þröstur Jónsson Stefán Bogi Sveinsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir,Þröstur Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna áfram að greiningu og lausnum á ríkjandi vanda í dreifbýli sveitarfélagsins er rekja má til úrkomuleysis og þurrka í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 31. fundur - 14.09.2021

Fyrir lá tillaga að gjaldskrá vegna vatnsskorts í dreifbýli Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna vatnsskorts í dreifbýli Múlaþings og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að virkja gjaldskrána auk þess að koma henni í kynningu. Jafnframt samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að láta taka saman áætlaðan kostnað er falla mun á sveitarfélagið vegna þessa sem og að kanna með mögulegan fjárstuðning opinberra sjóða til þeirra sem, auk sveitarfélagsins, hafa orðið fyrir verulegum fjárútlátum þessu tengt.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Inn á fundinn tengdust fulltrúar HEF veitna þeir Aðalsteinn Þórhallsson og Gunnar Jónsson. Farið var yfir stöðu mála varðandi hlutverk HEF veitna og sveitarfélagsins varðandi veitustarfsemi innan þess.

Í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?