Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

15. fundur 08. september 2021 kl. 14:00 - 16:15 í Fjarðarborg, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
  • Gunnar Valur Steindórsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Innsent erindi, beiðni um samstarfsyfirlýsingu frá ENVALYS

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.08.2021, þar sem samþykkt er áframhaldandi aðkoma sveitarfélagsins að þróunarverkefni fyrirtækisins ENVALYS og lagt til að sveitarstjóri undirriti viljayfirlýsingu þess efnis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fela sveitarstjóra Múlaþings að undirrita, fyrir hönd sveitarfélagsins, viljayfirlýsingu um þátttöku í þróunarverkefni fyrirtækisins ENVALYS um þróun hugbúnaðar og aðferðarfræði sem nýtist við skipulagsgerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 16.08.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að átaksverkefni til kynningar á miðbæjarsvæðinu og kostum til uppbyggingar þar hefjist sem fyrst og að verkefninu verði tryggt fjármagn. Einnig leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til að fenginn verði þar til bær aðili til að undirbúa verkefnið og fylgja því eftir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings fagnar því að endurskoðað deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða skuli hafa tekið gildi og tekur undir það er fram kemur í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess að kynning hefjist sem fyrst. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að beina því til framkvæmda- og umhverfismálastjóra að horfa m.a. til þeirra ábendinga er fram koma í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs við vinnu við undirbúning og framkvæmd kynningar endurskoðaðs deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 til stækkunar íbúðasvæða í Einbúablá, Mánatröð og norðan Ranavaðs.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Helgi Hlynur Ásgrímsson og Stefán B.Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 til stækkunar íbúðasvæða í Einbúablá, Mánatröð og norðan Ranavaðs. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Steinar 1 - Tilkynning um framkvæmd undanþegin byggingarleyfi

Málsnúmer 202107021Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 11.08.2021, þar sem samþykkt er að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd á svæði Steina 1 á Djúpavogi sem tilheyrir verndarsvæði í byggð. Einnig lá fyrir minnisblað frá ritara á umhverfis- og framkvæmdasviði, dags. 02.09.2021, þar sem fram kemur að engar athugasemdir bárust frá íbúum á kynningartíma. Umsögn hefur borist frá Minjaverði Austurlands. Þar kemur fram að framkvæmdir hafa ekki áhrif á menningarminjar og í ljósi þess eru ábendingar minjavarðar aðeins leiðbeinandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að mati sveitarstjórnar er framkvæmdin ekki þess eðlis að varðveislugildi verndarsvæðisins sé stefnt í hættu eða rýrt. Því samþykkir sveitarstjórn Múlaþings,
með vísan til gildandi laga um verndarsvæði í byggð, að ábúendum Steina 1 á Djúpavogi verði heimilað að fara í framkvæmdir í samræmi við fyrirliggjandi umsókn dags. 05.07.2021. Jafnframt beinir sveitarstjórn því til umsækjanda að horfa til umsagnar minjavarðar og leiðbeininga við endanlega útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Athafnalóðir á Djúpavogi

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem gert verði ráð fyrir athafnalóðum við Víkurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem gert verði ráð fyrir athafnalóðum við Víkurland. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.09.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4. Auglýsing tillögunnar lauk þann 20.08.2021 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við ákvæði skipulagslaga samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, fyrirliggjandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.09.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna Gamla Frystihússins verði auglýst.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson sem brást við fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna Gamla Frystihússins verði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna.´

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs - breyting - Álfaás á Völlum

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.09.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki að fyrirliggjandi lýsing og vinnslutillaga vegna gistiþjónustu við Álfaás í landi Ketilsstaða verði auglýst og kynnt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi lýsing og vinnslutillaga vegna gistiþjónustu við Álfaás í landi Ketilsstaða verði auglýst og kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Erindi - móttaka flóttafólks í Múlaþingi

Málsnúmer 202108108Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs, dags. 31.08.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að myndaður verði starfshópur sem fari með undirbúning mála vegna möguleika á móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Jafnframt verði óskað eftir kynningu frá Félagsmálaráðuneyti varðandi málaflokkinn.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson,Hildur Þórisdóttir,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Stefán Bogi Sveinsson,Helgi Hlynur,Ásdís Hafrún Benediktsdóttir,Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn,Gauti Jóhannesson svaraði fyrirspurn,Hildur Þórisdóttir,Helgi Hlynur sem svaraði fyrirspurn og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela fjölskylduráði Múlaþings að skipa starfshóp, með skilgreint hlutverk í erindisbréfi, sem fari með undirbúning mála vegna möguleika á móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela félagsmálastjóra Múlaþings að óska eftir því að Félagsmálaráðuneyti haldi kynningu um móttöku flóttafólks fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk Múlaþings.

Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá(ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

10.Prókúruumboð

Málsnúmer 202108069Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 24.08.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að veita fjármálastjóra og skrifstofustjóra Múlaþings prókúruumboð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4.mgr. 55.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 4.mgr. 50.gr. samþykktar um stjórn Múlaþings samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að heimila sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Múlaþings prókúruumboð:

Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastóra, kt. 130660-5179
Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra, kt. 021158-3569

Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðaráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 24.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að orðið verði við ósk vinnuhóps um Gamla ríkið, um að vinnuhópurinn verði lagður niður en áfram verði unnið að verkefninu samhliða annarri uppbyggingu á svæðinu.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að verða við ósk vinnuhóps um Gamla ríkið um að vinnuhópurinn verði lagður niður. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings umsjón verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

12.Vegna Alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202108046Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs, dags. 31.08.2021, þar sem lagt er til að kjörstaðir í Múlaþingi verði í Menntaskólanum á Egilsstöðum, á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi og í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 68. grein laga um kosningar til Alþingis samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að kjörstaðir í Múlaþingi verði í Menntaskólanum á Egilsstöðum, á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi og í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs, dags. 31.08.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings skipi undirkjörstjórnir lögum samkvæmt, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Skipaðar verði tvær á Fljótsdalshéraði, ein á Borgarfirði, ein á Djúpavogi og ein á Seyðisfirði. Leitað verði til þeirra er sæti áttu í viðkomandi undirkjörstjórnum við síðustu kosningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 15. grein laga um kosningar til Alþingis og 14. grein laga um kosningar til sveitarstjórna kýs sveitarstjórn Múlaþings eftirtalda í undirkjörstjórnir í kjördeildum sveitarfélagsins:

Fljótsdalshérað, Kjördeild 1
Aðalmenn:
Lovísa Hreinsdóttir
Rannveig Árnadóttir
Jón Hávarður Jónsson
Varamenn:
Eydís Bjarnadóttir
Hugborg Hjörleifsdóttir
Erlendur Steinþórsson

Fljótsdalshérað, Kjördeild 2
Aðalmenn:
Inga Rós Unnarsdóttir
Vignir Elvar Vignisson
Agnar Sverrisson
Varamenn:
Guðný Kjartansdóttir Briem
Ingvar Skúlason
Stefán Þór Hauksson

Borgarfjörður eystri
Aðalmenn:
Sigrún H. Arngrímsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kári Borgar Ásgrímsson
Varamenn:
Sigurlaug Margrét Bragadóttir
Tinna Jóhanna Magnusson
Sigurður Högni Sigurðsson

Seyðisfjörður
Aðalmenn:
Ásta Guðrún Birgisdóttir
Jóhann Grétar Einarsson
Ólafía Stefánsdóttir
Varamenn:
Jón Halldór Guðmundsson
Auður Brynjarsdóttir
Unnur Óskarsdóttir

Djúpivogur
Aðalmenn:
Egill Egilsson
Kristrún Gunnarsdóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Varamenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


14.Kjörskrá Alþingiskosninga 25. september 2021

Málsnúmer 202109006Vakta málsnúmer

Lagðir fram kjörskrárstofnar fyrir væntanlegar Alþingiskosningar þann 25. september 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram kjörskrárstofna samkvæmt reglum þar um. Kjörskrárstofnar munu liggja frammi á skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði frá og með mánudeginum 13. september.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 31.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að hafið verði innleiðingarferli er miði að því að Múlaþing verði aðili að Barnvænum sveitarfélögum, verkefni Unicef á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til tillögu fjölskylduráðs og ábendinga ungmennaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að hafið verði innleiðingarferli að aðild sveitarfélagsins að verkefni Unicef á Íslandi, Barnvæn sveitarfélög. Verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála Múlaþings verði falin umsjón verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Neysluvatn í Múlaþingi, staðan í lok sumars

Málsnúmer 202108123Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Þorgils Torfa Jónssyni þar sem fram kemur m.a. að neyðarástand ríki á nokkrum bæjum í sveitarfélaginu vegna vatnsskorts er rekja má til úrkomuleysis og þurrka í sumar.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson,Stefán Bogi Sveinsson,Björn Ingimarsson,Jakob Sigurðsson,Hildur þórisdóttir,Þröstur Jónsson Stefán Bogi Sveinsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir,Þröstur Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna áfram að greiningu og lausnum á ríkjandi vanda í dreifbýli sveitarfélagsins er rekja má til úrkomuleysis og þurrka í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202109013Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.08.2021, þar sem fjallað er um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að beina bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, til fjölskylduráðs til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

19.Byggðaráð Múlaþings - 29

Málsnúmer 2108012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 30

Málsnúmer 2108016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29

Málsnúmer 2108010FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson bar upp fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson svaraði fyrirspurn

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30

Málsnúmer 2108015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 24

Málsnúmer 2108013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 25

Málsnúmer 2108017FVakta málsnúmer

Til máls tók: Elvar Snær Kristjánsson.

25.Heimastjórn Borgarfjarðar - 12

Málsnúmer 2108007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Djúpavogs - 17

Málsnúmer 2108003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 14

Málsnúmer 2108009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 12

Málsnúmer 2108005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem framundan eru.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?