Fara í efni

Borgarfjörður Húsnæði Björgunarsveit og slökkvilið

Málsnúmer 202109016

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 13. fundur - 06.09.2021

Fyrir liggur erindi frá varðstjóra slökkviliðs Borgarfjarðar og formanni björgunarsveitarinnar Sveinunga. Erindið snýr að húsnæðisvanda beggja aðila þar sem núverandi húsnæði uppfyllir ekki kröfur. Áður höfðu fulltrúar úr heimastjórn fundað með slökkviliðinu og björgunarsveitinni og rætt þessi mál. Ýmsar hugmyndir og útfærslur um lausn voru ræddar og aðkomu heimastjórnar og svtarfélagsins óskað.


Ljóst er að núverandi húsnæði rúmar ekki alla þá starfsemi sem þar er. Lausn vandans gæti falist í því að einhver starfsemi víki. Heimastjórn leggur til að skipaður verði hópur sem greinir vandann og skili tillögum að lausn. Í þessu samhengi vill heimastjórn benda á þarfagreiningu fyrir atvinnuhúsnæði sem hún vinnur að í samstarfi við Betri Borgarfjörð.

Formanni heimastjórnar falið að mynda hópinn.
Getum við bætt efni þessarar síðu?