Fara í efni

Stofnun æskulýðssjóðs

Málsnúmer 202109046

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 7. fundur - 07.09.2021

Ungmennaráð óskar eftir að kannaður verði möguleikinn á að stofna æskulýðssjóð með það að markmiði að styðja við verkefni í heimabyggð sem snúa að ungmennum. Ungmennaráð sæi um úthlutun úr sjóðnum og færi með stjórn hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lá bókun ungmennaráðs frá fundi, dags. 07.09.2021, þar sem lagt er til að kannaður verði möguleikinn á stofnun æskulýðssjóðs til að styðja við verkefni í heimabyggð er snúa að ungmennum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindi ungmennaráðs varðandi mögulega stofnun æskulýðssjóðs til atvinnu- og menningarstjóra, fræðslustjóra og íþrótta- og æskulýðsstjóra til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð Múlaþings - 8. fundur - 21.10.2021

Formaður ungmennaráðs kynnti fyrir ráðinu niðurstöður fundar síns um fyrirhugaðan æskulýðssjóð með hlutaðeigandi stafsfólki Múlaþings.
Uppkast að úthlutnarreglum fyrirhugaðs Æskulýðssjóðs skrifaðar og samþykktar með fyrirvara um breytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?