Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

19. fundur 12. desember 2022 kl. 17:30 - 18:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
 • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
 • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
 • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
 • Páll Jónsson aðalmaður
 • Rebecca Lísbet Sharam formaður
 • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
 • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
 • Valgeir Már Gunnarsson aðalmaður
 • Grímur Ólafsson varamaður
Starfsmenn
 • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir lá umræða um gjaldskrár í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins en fjölskylduráð samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrár á fundi sínum þann 29. nóvember 2022.

Ungmennaráð óskar eftir því að vera þátttakandi í gjaldskrárgerð almennt þegar endurskoðun á þeim fer fram á næsta ári. Ungmennaráð telur það æskilegt þar sem þetta málefni hefur áhrif á þátttöku ungmenna í heilsurækt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Stofnun æskulýðssjóðs

Málsnúmer 202109046Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Aukin fræðsla um hinsegin málefni

Málsnúmer 202212068Vakta málsnúmer

Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur verið upp á síðkastið, þar sem tilverurétti hinsegin fólks hefur ítrekað verið ógnað, kallar ungmennaráð eftir því að allar stofnanir sveitarfélagsins auki fræðslu um hinsegin málefni. Sérstaklega er mikilvægt að fræðslan sé stór aukin fyrir starfsfólk og nemendur grunn- og leikskóla og einnig að séð sé til þess að foreldrar og forsjáraðilar fá aukna fræðslu. Íbúar sveitarfélagsins, bæði börn og fullorðin, eiga rétt á því að lifa lífi sínu án áreitis frá samborgurum sínum.

Mikilvægt er að Múlaþing sé leiðandi í jafnréttismálum, sporni gegn óæskilegri orðræðu og fordómum og telur ungmennaráð að hinsegin fræðsla til breiðs hóps samfélagsins sé mikilvægur hluti af því.

Ungmennaráð felur starfsmanni ráðsins að koma hvatningunni til stofnana sveitarfélagsins og fylgja henni eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?