Fara í efni

Umferðaröryggi á Egilsstöðum

Málsnúmer 202109047

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 7. fundur - 07.09.2021

Fjölmörg börn og ungmenni þurfa að þvera eina umferðarþyngstu og hættulegustu götu sveitarfélagsins, Fagradalsbrautina, á degi hverjum. Allir skólar og leikskólar Egilsstaða eru öðrum megin við götuna og neyðast því börn sem búa hinum megin við hana til að fara yfir hana til að sækja sér lögbundna menntun.

Það óboðlegt að börn þurfi að koma sér í hættu við það að fara í skólann gangandi eða hjólandi. Dæmi eru um að foreldrar meini börnum sínum að fara gangandi eða hjólandi í skólann vegna þeirrar áhættu sem því fylgir. Það gerir það að verkum að foreldrar aka börnum sínum í skólann með tilheyrandi umferðaröngþveiti og umhverfisspjöllum.

Í samræmi við Umferðaröryggisáætlun 2017-2021 sem unnin var fyrir Fljótsdalshérað krefst ungmennaráð aðgerða, svo koma megi í veg fyrir slys á vegfarendum Fagradalsbrautar. Aðgerðir gætu verið í formi undirgangna, þar sem nú er gangbraut við gatnamót Fagradalsbrautar og Tjarnarbrautar eða göngubrú yfir Fagradalsbraut á sama stað. Ungmennaráð leggur sérstaka áherslu á, að sú lausn sem fundin verður á þessu máli, henti hreyfihömluðum. Ungmennaráð býður fram aðstoð sína við ákvarðanatöku þessa, þar sem málið varðar ungmenni beint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun Ungmennaráðs Múlaþings varðandi umferðaröryggi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði ábendingarnar. Ráðið bendir á að við gerð gildandi umferðaröryggisáætlunar voru undirgöng eða göngubrú á Fagradalsbraut ekki tilgreind meðal forgangs- eða framtíðarverkefna. Tímabært er að gera nýja umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og leggur umhverfis- og framkvæmdaráð til að leitað verði til ungmennaráðs um þátttöku í gerð hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?