Fara í efni

Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Djúpavogs vegna 2022

Málsnúmer 202109128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fyrir lá erindi frá Skógræktarfélagi Djúpavogs þar sem óskað er eftir styrk fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gert verði ráð fyrir sambærilegum styrk í formi vinnuframlags til Skógræktarfélags Djúpavogs árið 2022 og var á árinu 2021. Gert verði ráð fyrir þessu við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um styrk og samstarf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs varðandi Hálsaskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna við félagið um þau verkefni sem fjallað er um í erindinu og mögulega fjármögnun þeirra meðal annars með styrkjum. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að finna viðræðunum farveg innan sveitarfélagsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum, einn var fjarverandi (ÁHB).
Í upphafi umræðu vakti fundarmaður (ÁHB) athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Djúpavogs. Formaður bar vanhæfið upp og var það samþykkt samhljóða. Ásdís vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?