Fara í efni

Eiðar, forkaupsréttur Múlaþings

Málsnúmer 202109157

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lá fyrirspurn frá Domus fasteignasölu varðandi það hvort sveitarfélagið hyggist nýta forkaupsrétt sinn vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 16. fundur - 13.10.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs, dags. 05.10.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings falli frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþing samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við fulltrúa DOMUS fasteignasölu ehf. er sendi inn fyrirspurn fyrir hönd kaupanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?