Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

16. fundur 13. október 2021 kl. 14:00 - 14:55 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
  • Gunnar Valur Steindórsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 29.09.2021, þar sem fyrirliggjandi skipulagsáætlun er samþykkt og henni vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna námu í Stafdal. Jafnframt er samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Eiðar, forkaupsréttur Múlaþings

Málsnúmer 202109157Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs, dags. 05.10.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings falli frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþing samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við fulltrúa DOMUS fasteignasölu ehf. er sendi inn fyrirspurn fyrir hönd kaupanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu aðalfulltrúa í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Svandísar Egilsdóttur.

Einnig lá fyrir erindi frá Jódísi Skúladóttur þar sem hún biðst lausnar frá setu í sveitarstjórn Múlaþings, Heimastjórn Djúpavogs og fagráðum sveitarfélagsins.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að tilnefna í stað Svandísar Egilsdóttur Þórunni Hrund Óladóttur sem aðalfulltrúa í svæðisstjórn austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarð. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að í stað Jódísar Skúladóttur taki Helgi Hlynur Ásgrímsson sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn, sem áheyrnarfulltrúi í byggðaráði og sem fulltrúi sveitarstjórnar í heimastjórn Djúpavogs, Kristín Sigurðardóttir taki sæti sem aðalmaður í fjölskylduráði og Lára Vilbergsdóttir sem aðalmaður í byggingarnefnd menningarhúss.
Sveitarstjórn vísar jafnframt skipan fulltrúa í stjórn Ríkarðshúss til heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.10.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að staðarval fyrirhugaðs hreinsivirkis við Melshorn verði endurskoðað með tilliti til nálægðar við íbúðabyggð.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn,Þröstu Jónsson og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til gildandi aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir skólphreinsivirki við Melshorn auk umsagnar Umhverfisstofnunar, dags. 03.01.2019, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til af hafa umtalsverð umhverfisáhrif er það mat sveitarstjórnar Múlaþings að ekki sé um að ræða forsendubreytingar frá því er fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn Múlaþings sér því ekki ástæðu til að ráðist verði í endurskoðun á staðarvali hreinsivirkis við Melshorn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5.Aðalskipulagsbreyting, Álfaás á Völlum

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.10.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að tillaga varðandi aðalskipulagsbreytingu, Álfaás á Völlum, verði auglýst eftir breytingar í samræmi við ábendingar er borist hafa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu, Álfaás á Völlum, þegar að brugðist hefur verið við ábendingum um nauðsynlegar lagfæringar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

7.Byggðaráð Múlaþings - 31

Málsnúmer 2109007FVakta málsnúmer

Til Máls tóku: Hildur þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

8.Byggðaráð Múlaþings - 32

Málsnúmer 2109012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Múlaþings - 33

Málsnúmer 2109024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 34

Málsnúmer 2109030FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31

Málsnúmer 2109008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32

Málsnúmer 2109011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33

Málsnúmer 2109026FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Þröstur Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson.

SBS lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að óska eftir þátttöku í verkefni Sambands sveitarfélaga um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá íslenskum sveitarfélögum.

Sveitarstjórn tilnefnir Frey Ævarsson, verkefnastjóra umhverfismála og Stefán Boga Sveinsson, formann umhverfis- og framkvæmdaráðs sem fulltrúa sveitarfélagsins inn í verkefnið, sbr. það sem fram kemur í erindi Sambandsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34

Málsnúmer 2109032FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð Múlaþings - 26

Málsnúmer 2108018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 27

Málsnúmer 2109009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir og Stefán Bogi Sveinsson

Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 28

Málsnúmer 2109025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð Múlaþings - 29

Málsnúmer 2109027FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Borgarfjarðar - 13

Málsnúmer 2109004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Heimastjórn Borgarfjarðar - 14

Málsnúmer 2109016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Heimastjórn Borgarfjarðar - 15

Málsnúmer 2110001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 15

Málsnúmer 2109034FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13

Málsnúmer 2109003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 14

Málsnúmer 2109031FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Djúpavogs - 18

Málsnúmer 2109033FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Ungmennaráð Múlaþings - 7

Málsnúmer 2109005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir og Stefán Bogi Sveinsson

Lagt fram til kynningar.

27.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 14:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?