Fara í efni

Egilstaðakirkja, Styrkir vegna aðgengismála fatlaðra og framkvæmda við kirkjugarða

Málsnúmer 202109162

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lá erindi varðandi það hvort sveitarfélagið Múlaþing sé tilbúið að veita sveitarstjóra umboð til að koma, fyrir hönd sveitarfélagsins, að umsókn, ásamt sóknarnefnd Egilsstaðakirkju, um styrk til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna framkvæmdir til að bæta aðgengi fatlaðra að Egilsstaðakirkju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að koma að styrkumsókn, ásamt sóknarnefnd Egilsstaðakirkju, til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna framkvæmdir til að bæta aðgengi fatlaðra að Egilsstaðakirkju.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fyrir lá bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 15.11.2021, þar sem fram kemur að þjónustusvæðið en ekki einungis Múlaþing þurfi að standa að umsókn vegna aðgengismála í Egilsstaðakirkju svo hægt verði að taka hana til greina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram að höfðu samráði við starfsfólk Jöfnunarsjóðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?