Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

39. fundur 23. nóvember 2021 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði.

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022-2025 yfirfarin og rædd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að gjaldskrám.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar gjaldskrám fyrir árið 2022 til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala frá 03.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland

Málsnúmer 202111121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 28.09.2021.

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Tækniminjasafns Austurlands 20-21

Málsnúmer 202111096Vakta málsnúmer

202111096 - Aðalfundur Tækniminjasafns Austurlands 20-21
Fyrir lá boð á aðalfund Tækniminjasafns Austurlands sem haldinn verður 25.11.2021 að Hafnargötu 44 á Seyðisfirði og hefst kl. 14:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Gauti Jóhannesson mæti fyrir hönd sveitarfélagsins á aðalfund Tækniminjasafns Austurlands sem haldinn verður 25.11.2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Egilstaðakirkja, Styrkir vegna aðgengismála fatlaðra og framkvæmda við kirkjugarða

Málsnúmer 202109162Vakta málsnúmer

Fyrir lá bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 15.11.2021, þar sem fram kemur að þjónustusvæðið en ekki einungis Múlaþing þurfi að standa að umsókn vegna aðgengismála í Egilsstaðakirkju svo hægt verði að taka hana til greina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram að höfðu samráði við starfsfólk Jöfnunarsjóðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust fulltrúar stjórnar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs og fóru yfir þeirra sýn varðandi framtíðarstaðsetningu og uppbyggingu golfvallar við Egilsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeim Kjartani Ágúst Jónassyni og Friðriki B. Magnússyni, komuna inn á fundinn og þær upplýsingar er komið var á framfæri við byggðaráð. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 202011047Vakta málsnúmer

Fyrir lá tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Útgefin heimild gildi til 31.01.2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur varðandi skrifstofuhúsnæði á Djúpavogi þar sem varpað er fram þeirri hugmynd að sveitarfélagið kaupi mögulega húsnæði björgunarsveitarinnar og breyti að hluta til í skrifstofuhúsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fram komnum hugmyndum til vinnslu í starfshóp er skipaður var í upphafi yfirstandandi árs og var ætlað að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi húsnæðismála áhaldahúss, björgunarsveitar og slökkviliðs á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Teigarhorn starfsemi 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimstjórnar Djúpavogs, dags. 15.11.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að þrýsta á að framkvæmdum við færslu þjóðvegar 1 við Teigarhorn fari framar á samgönguáætlun en nú er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi mikilvægi þess að framkvæmdir við færslu þjóðvegar 1 við Teigarhorn, ásamt endurnýjun á brú á Búlandsá, fari framar á samgönguáætlun. Sveitarstjóra falið að koma þessum áherslum á framfæri við Vegagerðina, ráðherra samgöngumála og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?