Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar - fjárfestingaáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 202109173

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 15. fundur - 04.10.2021

Fyrir fundinum liggja tillögur að fjárfestingaáætlun fyrir Seyðisfjörð. Umræður urðu um tillögurnar sem unnar voru út frá fjárfestingaáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar árið 2020. Í grófum dráttum hafa fæstar þeirra áætlana komist til framkvæmda enn þann dag í dag svo Heimastjórn brýnir fyrir byggðaráði að taka tillit til þess að þó svo að miklar framkvæmdir hafi farið fram á Seyðisfirði árið 2021 þá eru þær framkvæmdir flestar tengdar skriðuföllunum í desember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn beinir því til Byggðaráðs Múlaþings að tekið verði tillit til þess að viðhaldsþörf er mikil í Seyðisfirði eins og meðfylgjandi fjárfestingaáætlun sýnir, forgangsverkefni að mati heimastjórnar eru húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla, viðgerð á Herðubreið og Sundhöll. Í B-hluta er helsta forgangsverkefnið landtenging skipa og stækkun Strandarbakka.

Starfsmanni falið að setja inn breytingar í skjalið samkvæmt umræðum á fundinum.

Getum við bætt efni þessarar síðu?