Fara í efni

Beiðni um afslátt af sorpmóttökugjöldum

Málsnúmer 202110128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir liggur beiðni frá gjaldkera Rauða krossins í Múlasýslu um afslátt af þeim gjöldum sem tilgreind eru í 4. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að gera samning við Rauða krossinn í Múlasýslum um móttöku á úrgangi sem verður til í tengslum við starfsemi nytjamarkaða samtakanna. Samningurinn verði gerður með vísan til 8. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi og feli í sér að veittur verði fullur afsláttur frá gjaldskránni að þeim skilyrðum uppfylltum sem aðilar koma sér saman um og skilgreind verða í samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?