Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

36. fundur 27. október 2021 kl. 08:30 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs

1.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu.
Inn á fundinn tengdust þeir Magnús Kristjánsson og Þórhallur Halldórsson frá Orkusölunni og gerðu grein fyrir áformum fyrirtækisins varðandi vindorkunýtingu við Lagarfossvirkjun.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Magnús Kristjánsson - mæting: 08:30
 • Þórhallur Halldórsson - mæting: 08:30

2.Samningur um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi

Málsnúmer 202105255Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur minnisblað með upplýsingum um uppbyggingu íbúðakjarna að Lækjargötu 2 á Seyðisfirði. Samkvæmt fulltrúa framkvæmdaraðila er gert ráð fyrir að byggingarleyfi liggi fyrir á næstu dögum, framkvæmdir við jarðvinnu hefjist innan tíðar og gangi allt að óskum gæti verið búið að steypa plötu um áramót. Einingarnar sem húsið er gert úr verða framleiddar í mars og vonir standa til að íbúðirnar verði tilbúnar í júlí eða ágúst 2022.

Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um afslátt af sorpmóttökugjöldum

Málsnúmer 202110128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá gjaldkera Rauða krossins í Múlasýslu um afslátt af þeim gjöldum sem tilgreind eru í 4. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að gera samning við Rauða krossinn í Múlasýslum um móttöku á úrgangi sem verður til í tengslum við starfsemi nytjamarkaða samtakanna. Samningurinn verði gerður með vísan til 8. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi og feli í sér að veittur verði fullur afsláttur frá gjaldskránni að þeim skilyrðum uppfylltum sem aðilar koma sér saman um og skilgreind verða í samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulagsbreyting, Djúpivogur, Borgarland, neðsti hluti

Málsnúmer 202011081Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 9. september til 22. október 2021 sl. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að drög að svörum við fram komnum athugasemdum og leggja þau fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Göngubrú yfir Selsstaðaá

Málsnúmer 202110162Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá gönguklúbbi Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir uppsetningu á brú yfir Selsstaðaá í Kolstaðadal, á gönguleiðinni yfir Hjálmárdalsheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur, með vísan til 1. mgr. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, að umfang framkvæmdarinnar sé ekki slíkt að þörf sé á útgáfu framkvæmdaleyfis. Ráðið samþykkir áformin fyrir hönd sveitarfélagsins enda eru þau í samræmi við Aðalskipulag Seyðisfjarðar 2010-2030. Áskilið er að aflað verði skriflegs leyfis landeiganda fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Lagarfljót, bakkavarnir

Málsnúmer 202110127Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 15. október frá Landsvirkjun og varðar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna bakkavarna við Lagarfljót. Svæðið sem um ræðir er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 647 Finnsstaðanes og Egilsstaðanes. Samkvæmt upplýsingum frá landeiganda er framkvæmdin unnin með hans leyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem framkvæmdin sem um ræðir er á svæði á C-hluta náttúruminjaskrár samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð, með vísan til 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, að kalla eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands og heimastjórn Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefnd. Þegar liggur fyrir í málinu jákvæð umsögn Umhverfisstofnunar. Með hliðsjón af því samþykkir ráðið að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um að umsagnir verði jákvæðar og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um breytingu á staðfangi, Hallormsstaðaskóli

Málsnúmer 202110049Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá skólameistara Hallormsstaðaskóla um að staðfangi skólabyggingarinnar verði breytt í samræmi við breytingu á nafni skólans í skipulagsskrá. Húsið fái þannig staðfangið Hallormsstaðaskóli í stað Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta staðfanginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um breytingu á staðfangi, Bakkakot

Málsnúmer 202110138Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá eigendum Bakkakots á Borgarfirði eystri að breyta staðfangi lóðarinnar í Ásgarður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta breyta staðfanginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum

Málsnúmer 202106125Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi vegna starfshóps um myndun tillaga að loftslagsstefnu Múlaþings, ásamt tilnefningum í starfshópinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið að eftirfarandi skipi starfshópinn:
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir fyrir hönd B-lista
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir fyrir hönd V-lista
Jakob Sigurðsson fyrir hönd D-lista (formaður)
Jónína Valtingojer fyrir hönd ungmennaráðs
Rebecca Lísbet Sharam fyrir hönd ungmennaráðs
Tinna Jóhanna Magnusson fyrir hönd L-lista
Unnar Aðalsteinsson fyrir hönd ungmennaráðs

Jafnframt mun fulltrúi M-lista sitja í hópnum og verður hann tilgreindur á næsta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?